Alcoastyrkur til rannsókna á áhrifum Holuhraunsgossins á rjúpur

Read moreNáttúrustofa Austurlands tók í gær við styrk úr samfélagssjóði Alcoa til að vinna verkefni í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Náttúrufræðistofnun um áhrif flúormengunar frá eldgosinu í Holuhrauni sem hófst árið 2014 á rjúpur. Rannsóknir hófust í fyrra og var sýnum safnað á Fljótsdalsheiði og á Norðurlandi eystra í byrjun október. Þá hafði gosið í Holuhrauni staðið í rúman mánuð og vegna vindáttar hafði meginmagn mengunarinnar lagt yfir Austurland.

Lesa meira...
 

Dularfullir gráir fuglar á Úthéraði

Read moreÍ lok ágúst fóru að berast fréttir af því að gráir stórir fuglar sæjust frá vegi út á Eyju á Úthéraði. Fylgdi sögunni að hér væri ekki um gráhegra að ræða. Þrátt fyrir nokkra leit starfsmanna Náttúrustofunnar sáust engir stórir gráir fuglar þar. Það var svo 6. september sem Pétri Erni Hjaltasyni tókst að mynda þá við Gagnstöð og voru þar greinilega tvær grátrönur á ferðinni. Í síðustu skoðunarferðum Náttúrustofumanna leyndu sér ekki slóðir eftir trönurnar á svipuðum slóðum og Pétur hafði myndað þær.

Lesa meira...
 
Fleiri greinar...

Hreindýr á vegum

Póstlisti