Flotmeisa í Neskaupstað

Read moreJón Guðmundsson hafði samband við náttúrustofuna og sagði frá flotmeisu í garði sínum að Mýrargötu 1 og sendi með myndir máli sínu til stuðnings:

“Þessi skemmtilegi fugl er búinn að vera nokkra daga við heimili mitt og náði ég fyrst myndum af honum í gær. Var fyrst var við hann einn morgun um sex leitið að mér fannst eitthvað stórt vera á hreyfingu við gluggann minn sem var opinn svo ég fór að fylgjast með og sá þennan fugl. Hann labbaði upp steníklæðninguna innan á glugganum og hékk á hvolfi í kverkinni og þegar ég ætlaði að fara og ná í myndavél þá flaug hann. Síðan var hann að sniglast í trjám og moldarbörðum í kring um húsið.”

 

 

 

Lesa meira...
 

Senditækjakýrin Hengla

Read moreÞann 18. janúar náðist hreinkýr við Henglavík í Hamarsfirði og fékk hálskraga með staðsetningartæki. Fyrir leiðangrinum fór Skúli Benediktsson. Að sjálfsögðu var hún skýrð Hengla. Til stóð að ná tveimur kúm til viðbótar í Geithella- og  Hofsdal en það mun bíða næsta vetrar.

Heimamenn hafa sýnt kúnni og ferðum hennar mikinn áhuga og birtast vikulega upplýsingar um hana á djupivogur.is.

Tilgangur verkefnisins er að afla upplýsinga um landnotkun og ferðir dýra í Djúpavogi og einkum og sér í lagi hvort einstaklingar í Álftafjarðarhjörð heimsæki Snæfellshjörðina.

 

Lesa meira...
 
Fleiri greinar...

Hreindýr á vegum

Póstlisti