Hreindýrahræ undir Ufsum í Selárdal

Read moreHræ undir Ufsum í Selárdal – vettvangskönnun 25. september 2015
Skarphéðinn G. Þórisson

Eftir ábendingar frá Eiríki Skjaldarsyni um að hjörð hreindýra hefði farist í Selárdal var hringt í Sigmund Steingrímsson 21.9.2015. Samkvæmt honum voru hræin á Litlu Ufs upp undir Ufsum um 1 km utan við Sauðá. Karl bróðir hans rakst á hauginn þann 18. september. Taldi 17 og þá var eitthvað eftir. Ljóst að þau voru frá í vetur því þau voru ekki þarna í fyrra. Sigmundur ímyndar sér að dýrin hafi hrakist fram af klettum í aftakaveðri og drepist þar í fönn/snjóflóði. Í fyrrahaust var gríðarstór hópur fyrir ofan Hróaldsstaði.

Þann 25. september var staðurinn heimsóttur. Komið við hjá Sigmundi á Hróaldsstöðum II. Hann lýsti nákvæmlega hvar hræin væru. Ekið inn að Sauðá og gengið upp með henni að Klofakvísl og stefnan tekin að upptökum kvíslarinnar.

Lesa meira...
 

Vinningsmyndina á Haukur Steinn í 10 bekk Nesskóla

Read moreHaukur Steinn í 10. bekk Nesskóla átti bestu ljósmyndina í myndasamkeppni Náttúrustofu Austurlands sem haldinn var í tengslum við dag íslenskrar náttúru er þann 16. september s.l.

Við þökkum öllum þeim efnilegu ljósmyndurum sem tóku þátt, en þátttaka í myndaleiknum fór fram úr okkar björtustu vonum. Þegar allt kom til alls voru sendar inn hátt í 100 ljósmyndir af öllu Austurlandi. Efnistök voru mjög fjölbreytileg.

Því miður er Haukur Steinn ekki á Austurlandi í dag og fær því verðlaunin sem eru bókin Lífríki Íslands eftir Snorra Baldursson afhent á mánudaginn.

 

Lesa meira...
 
Fleiri greinar...

Hreindýr á vegum

Póstlisti