Fálki í vanda í Viðfirði

Read moreÞann 9. júlí bjargaði breskur gönguhópur fálka úr netagirðingu í Viðfirði. Berglind Ingvarsdóttir á Mjóeyri sagði að hann hefði verið dasaður og ekki flogið eftir björgunina. Hún bætti síðan við; „Eftir samtal við Náttúrufræðistofnun var það úr að freista þess að ná fuglinum og senda í húsdýragarðinn til aðhlynningar.... Já, við fórum út í Viðfjörð til að athuga með hann [12.7.2015]. Þá var hann á göngubrúnni og makinn vældi heil ósköp upp í hlíðinni fyrir ofan. Þegar við svo komum að honum var hann kominn í fjöruna og flaug til fjalls þegar við nálguðumst hann, flugið virtist frekar erfitt fyrir hann í fyrstu en svo lagaðist það heldur og saman flaug þetta flotta par lengst upp til fjalls.“

 

Lesa meira...
 

Náttúrufræðinámskeið á Eskifirði

Read moreDagana 22. - 26. júní var hið árlega náttúrufræðinámskeið haldið á Eskifirði fyrir börn á aldrinum 6-10 ára. Námskeiðið er haldið af Náttúrustofu Austurlands og Ferðaþjónustunni Mjóeyri.
Farið var í fjöruskoðun fyrsta daginn þar sem fjölbreytt lífríki fjörunnar var skoðað. Annan daginn var farið í fuglaskoðun og skordýragildra sett niður. Því næst var Helgustaðanáma skoðuð og hinar ýmsu plöntutegundir greindar. Þá var lífríki ferskvatns kannað. Lokadaginn var svo farið inn á rannsóknarstofu Eskifjarðarskóla þar sem öll sýnin voru skoðuð í víðsjá og rifjað upp hvað við höfðum séð í vikunni.

 

 

Lesa meira...
 
Fleiri greinar...

Hreindýr á vegum

Póstlisti