Flotmeisur á Egilsstöðum

Read moreHuldís Snæbjörnsdóttir sá tvær flotmeisur á Egilsstöðum 2. nóvember og náði þeim á myndband sem hún birti á feisbúkk (https://www.facebook.com/video.php?v=844524258921805)
Líklega voru það sömu flotmeisurnar sem sáust  um síðustu mánaðarmót  og síðan annars slagið hjá  Hjálmari Jóelssyni að Sólvöllum 3 á Egilsstöðum þar sem hann fóðrar smáfuglana myndarlega.
Fyrsta flotmeisan sást á Íslandi 1959. Síðast sáust fjórar saman í Reykjavík í nóvember 2012. Ef gengið er út frá því að flotmeisurnar á Egilsstöðum séu bara tvær þá hafa samtals sést tíu einstaklingar í sex skipti á íslandi, Þar til nú hafa þær allar sést í Reykjavík nema ein í Vestmannaeyjum. Flotmeisan er staðfugl í Evrópu sem skýrir hversu sjaldgæf hún er á Íslandi.

 

Lesa meira...
 

Hreindýr á vegum hættuleg svæði - uppfært

Hreindýr á vegum hættuleg svæði hefur verið uppfært.

Sjá link hér til hægri eða smella hér.

 
Fleiri greinar...

Hreindýr á vegum

Póstlisti