Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Talningar 2001

Hreindýratalning í mars 2001

Upplýsingar um hagagöngu hreindýra veturinn 2000-2001

 Skarphéðinn G. Þórisson

Júní 2001

Egilsstaðir

Hreindýratalning í mars 2001

Hreindýr voru talin á Austurlandi á vegum Náttúrustofu Austurlands dagana 15.-21. mars 2001. Veður til talningar var gott og heppnaðist talningin vel. Samtals fundust 2582 hreindýr sem er 294 fleiri dýr en í vetrartalningu 1999. Vetrartalningin 2000 tókst ekki sem skyldi vegna tíðarfars eins og oft áður. Í fyrstu töflu eru niðurstöður talningarinnar 2001 sýndar og einnig samanburður við talninguna 1999. Þessar niðurstöður eru einnig sýndar á 1. mynd.

  

1. tafla. Niðurstöður vetrartalningar 15.-21. mars 2001

 

F. Tarfar

U. Tarfar

K kýr

H kýr

Kálfar

X

2001

1999

Breyting

Vopnafjarðarhreppur

48

11

 

44

8

37

148

72

76

Fljótsdalshreppur N

 

 

 

 

 

67

67

228

-161

Fljótsdalshreppur S

 

 

 

 

 

55

55

11

44

Jökuldalur N

4

 

 

 

 

260

264

412

-148

Jökuldalur A

12

14

 

99

28

57

210

141

69

Fellahreppur

22

21

5

124

56

33

261

165

96

Hróarstunga

54

38

2

30

30

14

168

76

92

Jökulsárhlíð

2

 

 

20

1

 

23

63

-40

Hjaltastaðaþinghá

11

1

1

70

3

2

88

87

1

Borgarfjarðarhreppur

9

6

 

40

29

6

90

187

-97

Seyðisfjarðarhreppur

 

 

 

 

 

100

100

3

97

Skriðdalur 6

13

4

 

 

 

 

17

32

-15

Skriðdalur 2

 

4

 

3

3

74

84

0

84

Vellir

12

2

 

18

3

 

35

17

18

Egilsstaðir

 

 

 

 

 

 

0

0

0

Eiðaþinghá

23

 

 

 

 

 

23

25

-2

Mjóafjarðarhreppur

 

 

 

 

 

 

0

0

0

Eskifj/Norðfj

25

24

 

66

31

48

194

149

45

Reyðarfjörður

12

9

 

23

8

 

52

30

22

Fáskrúðsfj.hreppur

 

 

 

 

 

 

0

0

0

Stöðvarhreppur

 

 

 

 

 

 

0

0

0

Breiðdalshreppur

17

 

 

 

 

72

89

83

6

Beruneshreppur

8

10

2

25

3

20

68

66

2

Búlandshreppur

3

 

 

 

 

 

3

3

0

Geithellnahreppur

 

 

 

 

 

207

207

204

3

Lón

21

11

 

64

28

 

124

68

56

Nes

13

3

1

28

8

 

53

36

17

Mýrar

2

4

3

59

36

30

134

105

29

Suðursveit

13

 

 

 

 

12

25

25

0

 

F. Tarfur

U. Tarfur

K kýr

H kýr

Kálfar

X

Heildarfj.

 

 

SAMTALS

324

162

14

713

275

1094

2582

2288

294

 

 

 

 

 

 

 

1. mynd. Samanburður vetrartalninga 1999 og 2001

 

Í annari töflu er samsetning stofnsins samkvæmt vetrartalningunni sýnd. Ef þær niðurstöður eru bornar saman við vetrartalninguna 1999 sést að litlar breytingar hafa orðið, fullorðnum törfum virðist hafa fjölgað örlítið hlutfallslega. Þar sem veiðikvóti síðustu ára hefur miðast við það að fjölga törfum hlutfallslega í stofninum kemur þessi niðurstaða ekki á óvart. Heildarmyndin lítur vel út en skoða þyrfti nánar samsetningu hjarða á einstökum svæðum.

Samkvæmt athugunum á samsetningu stofnsins á fengitíma haustið 2000 (reyndar aðeins á Fljótsdalsheiði) voru kýr 40%, kálfar 25%, fullorðnir tarfar 20% og ungir tarfar 15%.

 

2. tafla. Samsetning vetrarstofns hreindýra

 

1999

%

2001

%

Kýr

725

48

727

49

Fullorðnir tarfar

280

18

324

22

Ungir tarfar

182

12

162

11

Kálfar

331

22

275

18

 

1518

 

1488

 

 

Í þriðju töflu eru bornar saman vetrartalningar frá 1991. Þar sést greinilega að vetrartalningar hafa heppnast misjafnlega í gegnum tíðina. Talningin nú hefur heppnast vel en hafa ber þó í huga að þær gefa lágmarkstölu.

 

3. tafla. Vetrartalningar á hreindýrum frá 1991

 

1991

1992

1993

1994

1995

1997

1998

1999

2000

2001

Vopnafjarðarhreppur

15

32

49

15

15

16

52

72

0

148

Fljótsd.hr. N jökulsár

278

217

426

175

93

70

124

228

151

67

Fljótsd.hr. A jökulsár

168

230

74

190

13

34

10

11

52

55

Jökuldalur A Jöklu

355

110

105

79

37

97

218

141

134

210

Jökuldalur N Jöklu

205

106

224

69

136

312

279

412

417

264

Fellahreppur

80

185

87

127

63

202

82

165

201

261

Hróarstunga

0

50

106

11

31

189

70

76

15

168

Jökulsárhlíð

37

0

0

0

57

0

120

63

12

23

Hjaltastaðaþinghá

4

15

0

18

 

6

0

87

0

88

Borgarfjarðarhreppur

287

250

246

214

117

160

154

187

23

90

Seyðisfjarðarhreppur

14

19

10

2

6

6

0

3

0

100

Skriðdalur

277

205

91

310

2

28

57

32

34

101

Vellir

78

38

84

20

36

4

0

17

16

35

Egilsstaðir

 

 

 

 

7

0

0

0

 

0

Eiðaþinghá

30

0

100

200

0

0

5

25

23

23

Mjóafjarðarhreppur

2

0

0

0

0

0

0

0

80

0

Norðfjörður/Eskifjörður

100

129

113

116

127

112

118

149

106

194

Reyðarfjörður

27

50

24

20

23

19

0

30

 

52

Fáskrúðsfj.hreppur

 

 

 

1

7

0

0

0

0

0

Stöðvarhreppur

46

0

0

0

0

0

0

0

 

0

Breiðdalshreppur

311

213

174

297

210

66

106

83

80

89

Beruneshreppur

72

27

29

114

37

73

9

66

49

68

Búlandshreppur

96

34

41

52

0

20

24

3

26

3

Geithellnahreppur

267

 

150

203

80

102

152

204

154

207

Lón

135

106

84

62

110

94

55

68

95

124

Nes

84

54

75

62

40

14

0

36

 

53

Mýrar

96

42

42

40

44

75

78

105

 

134

Suðursveit

18

0

0

0

4

30

15

0

 

25

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

SAMTALS

3082

2112

2334

2397

1295

1729

1728

2263

1668

2582

           

Upp úr 1990 var ákveðið að reyna að fækka dýrunum og halda sumarstofninum í 3000 dýrum. Ef gengið er út frá því að um 25% sumarstofns séu kálfar ætti heildarfjöldinn að verða um 3300 dýr í júlí miðað við niðurstöður vetrartalningarinnar.

 

Upplýsingar úr talningarskýrslum síðustu vetrartalningar (2001). Þess er sérstaklega getið ef vitnað er í aðra en talningarmenn.

 

Suðursveit (Hornafjörður)

Að Gerði í Suðursveit komu 13 tarfar og 15 kýr og vetrungar í janúar. Kýrnar hurfu í lok vetrar en tarfarnir héngu á túnum a.m.k. fram í júníbyrjun (Þórbergur Bjarnason í Gerði).

Mýrar (Hornafjörður)

            Þann 11. mars voru 130-140 hreindýr í einum hópi á Mýrum. Fimm dögum síðar voru 104 þeirra í tveimur hópum í Haukafelli og við Fláajökul.                  

Nes (Hornafjörður)

            Um miðjan mars voru flest dýrin við Gildrasker rétt austan Hornarfjarðarfljóts og voru búin að vera á þessum slóðum í allan vetur. Auk þessa fundust nokkur dýr við Svínafell á sama tíma

Búlandshreppur (Djúpavogshreppur)

            Eins og í fyrra, 3 tarfar sem komnir voru um miðjan nóvember.

 

Beruneshreppur (Djúpavogshreppur)          

            Í Fossárdal voru 50-60 dýr í nóvember. Í desember voru 25 dýr upp af Berufirði en virtust fara út um Kelduskóga en hurfu síðan. Í janúar sáust 23 dýr innst á Berufjarðardal. Ekkert spurðist til þeirra í febrúar.

 Breiðdalshreppur      

            Það voru 72 dýr, mest kýr og kálfar, í Breiðdal frá byrjun janúar til miðs mars en þá fóru þau upp á Breiðdalsheiði og voru þar þegar talið var. Þá komu 11 tarfar í ljós 15. apríl sem ekki var vitað hvaðan komu.

Fáskrúðsfjarðarhreppur                                                                                  

Engin dýr hafa sést á svæðinu

Reyðarfjörður (Fjarðabyggð)

Innan við Eskifjarðarsel voru 52 dýr  þann 19. mars og var talið að þau tilheyrðu Reyðarfjarðarhjörðinni.

Þann 24. mars voru 37-38 dýrt stutt innan við Teigargerði og 10 í Hólmanesi, í allt um 13 fullorðnir tarfar (upplýsingar frá Ríkharði Einarssyni). Talið að þetta séu sömu dýrin og voru á Eskifjarðardal.

Þann 26. apríl voru 57 dýr inn á Eskifjarðardal og þann 22. maí voru 20 tarfar á túninu við Hraun (SGÞ).

Eskifjörður og Norðfjörður (Fjarðabyggð)                               

            Í október voru flest dýrin í Karlsstaðasveif og 100-130 inn við Hauga upp af Stóru Breiðuvík, inn undir Grákolli. Einhver dýr voru í Viðfirði og 30-40 dýr í Þverárdal inn undir Eskifjarðarheiði. Í nóvember voru dýrin á svipuðum slóðum nema hvað dýrin úr Karlstaðasveifinni voru meira innan við Vaðlavíkurheiði og út í Vaðlavík. Í desember voru þau á svipuðum slóðum en dreifðari. Í janúar voru um 80 dýr upp af Stóru Breiðuvík, 30-40 í Viðfirði og för sáust upp af Sigmundarhúsum. Einnig voru dýr upp af Steinsárklettum inn á Eskifjarðardal. Í febrúar sáust 16 dýr við Norðfjarðarveg og einnig var vitað um dýr í Þverárdal og við Haugaöxlina upp af Vaðlavík. Í lok vetrar fundust síðan 27 dýr í Fannardal.

Mjóafjarðarhreppur

            Engin dýr sáust á Mjóafjarðarheiði né annars staðar í Mjóafirði frá því í október s.l. þá brá fyrir ca 20 dýra hópi í Mjósundum við veginn rétt ofan við Barnár. Sá hópur var í Mjóafirði á s.l. ári, hefur trúlega flutt sig í Seyðisfjörð. Í byrjun apríl var haft eftir Jóni á Hánefsstöðum í Seyðisfirði að á túnunum hjá honum væru um 100 dýr.

 

Vellir   (Austur-Hérað)

            Í október til desember voru 25 dýr á Gilsárdal og tveir tarfar héldu sig á austur Völlum og m.a. rétt inann við sláturhúsið á Egilsstöðum á veiðitíma. Í desember sáust 40-50 dýr fyrir austan Freyshólafjall norðan Sauðhaga. Þann 5. janúar voru 5 dýr á túni í Ásgarði, 40 fyrir ofan Hafursá og 25 á Gilsárdal.

Skriðdalur (Austur-Hérað)

            Í desember komu 70-80 dýr út á Múla og Hallormsstaðaháls. Dýrin sem voru komin út á dal í janúar fóru inn á afrétt um miðjan mánuðinn nema 9 tarfar sem héldu til á austurbyggð. Í febrúar sáust 14 dýr á Múla og 22 í Haugahólum en stóðu stutt við. Í lok mánaðarins komu 80-100 dýr út í dal, aðallega á Norðurbyggð.

Borgarfjarðarhreppur                                                

Dreifing svipuð og undanfarin ár

Jökulsárhlíð (Norður-Hérað)

Samkvæmt bændum í Hólmatungu sáust engin dýr á eyjunni eftir áramót.  Samkvæmt  Stefán á Ketilsstöðum sáust 10 dýr þar eftir áramót.

Hróarstunga   (Norður-Hérað)                      

            Í Heiðarenda komu um 200 dýr í október og þá voru 5 dýr á Húsey. Í nóvember fjölgaði dýunum í Heiðarendanum í 3-400 og 7 í Húsey en 20-30 voru á Stóra-Bakkahálsi. Í desember fóru 200-300 dýr út fyrir veggirðinguna í Heiðarendanum og voru vítt og breitt um Tunguna í 50-100 dýra hópum. Þá voru um tíma 100 hreindýr í Húsey. Í janúar og febrúar  voru 150-200 dýr á flakki um Tunguna utan veggirðingar. 

Fellahreppur  

Strax í upphafi rjúpnaveiðitímans var komið mikið af dýrum út á Fellaheiði og héldu sig þar fram í nóvember en í lok hans komu þau töluvert niður í fjallið og alveg niður í byggð. Í desember var meginhluti dýranna kominn niður í fjall og niður á tún á þeim bæjum sem land eiga til fjalls. Þann 6. desember voru um 80 dýr á túni við Fjallssel. Þá komu 2 tarfar niður í ásana við Urriðavatn en hurfu fljótt aftur. Í janúar og febrúar héldu dýrin sig á svipuðum slóðum, gerðu óskunda í skógarsvæðum og voru að mestu í byggð. Um 100 dýr voru í kringum Miðhúsasel.

Um 70 dýra blandaður hópur kom í Skógargerði um mánaðarmótin mars-apríl. Voru þau látlaust rekin, lengst norður fyrir Hafrafellshalann. Létu segjast um miðjan mánuðinn. Þá birtust 5-6 tarfar sem stöðugt voru reknir og hurfu þeir fljótlega (Víkingur Gíslason, Skógargerði).

Jökuldalur (Norður-Hérað)

            Ein kýr á Hofteigsmýrum hafði hálsband. Hún var svæfð í mars 1994 og hengt á hana hálsband með senditæki sem dugði í 2 ár. Eftir það sást hún af og til. Saga hennar fylgir hér með í 4. töflu.

 

4. tafla. Saga radíómerktar hreinkúar sem sást í vetrartalningu 2001

Nr.

Dags

Lýsing

1

13.3.1994

Gilsárdalur inn og upp af Skjögrastöðum í Skógum

2

16.4.1994

Innarlega í Suðurdal að vestan (ónákvæm staðsetning)

3

24.4.1994

Gengt Sturluflöt, Þorgerðarstaðadalur í Fljótsdal

4

3.5.1994

Flug. Í Þorgerðarstaðadal (ónákvæmt)

5

12.5.1994

Flug. Í og við Þorgerðarstaðadal

6

24.5.1994

Flug. Í og við Þorgerðarstaðadal

7

28.6.1994

Stutt norðan Ragnaborgar á Múla

8

6.7.1994

Flug. Á vestur bakka Kelduár u.þ.b. á Múla

9

5.8.1994

U.þ.b. 500 m vestan við Ragnaborg á Múla

10

22.8.1994

Flug. Polladæld stutt austan við ytri Sauðá á Múla

11

29.8.1994

Flug.  Innst á Gilsárdal að austan á móts við Gerðisbjarg

12

14.9.1994

Flug. Rétt vestan við Strútsá, u.þ.b. 2 km upp með henni

13

16.9.1994

Flug. Í sama hópi og nr.3 þ.e. ANA af Eyjabakkafossi

14

24.11.1994

Flug. Inn og upp af Víðivöllum Fremri við slóð við skógargirðingu, u.þ.b. 50 í hóp

15

4.1.1995

Benedikt Ólason sá merkta kú við Sturluflöt í Fljótsdal

16

12.2.1995

Af landi. Gengt Víðivöllum Fremri 50 - 100m upp í hlíðinni

17

14.5.1995

Flug. Á Múla að norðanverðu innan við innstu Kleifartún

18

4.6.1995

Flug.  Á Múla gengt útenda Kleifarskógar

19

29.6.1995

Flug. 5 - 1000 m Austan við Eyjabakkavað

20

28.7.1995

Flug. Við Jökulkvísl VSV af Fitjahnjúki, Vesturöræfi

21

30.8.1995

Flug. Við Kelduá á Múlahrauni

22

18.11.1995

Flug. Við Tregludrög í Merkisheiði

23

27.1.1996

Flug. Utan og norðan við Grenisöldu á Fljótsdalsheiði

24

22.3.1997

Talning (Kjartan Sigurðsson) í 166 dýra hópi við Arnórsstaðasel á Jökuldal

25

0.11.1998

Rétt utan við Sandvatn á Fellaheiði (Hjörtur Friðriksson)

26

22.10.1999

Í heiðarbrúninni ofan við Skóghlíð í Tungu (Hjörtur Friðriksson)

27

13.8.2000

 Á milli Hólma- og Garðavatns á Fljótsdalsheiði (Hjörtur Kerúlf)

28

10.9.2000

Við Hengifossárvatn á Fljótsdalsheiði (Hjörtur Friðriksson)

29

14.9.2000

Við Öxará á Fljótsdalsheiði niður við brún (Hjörtur Friðriksson)

30

16.3.2001

Á Hofteigsmýrum á Jökuldal (Kjartan Sigurðsson)

 

 

Vopnafjarðarhreppur                                                                        

Í nóvember var farið að heyrast að um 20-30 hreindýr sæjust af og til við veginn á Banatorfum í kringum Hölknánna. Upp úr miðjum desember var kominn álíka stór hópur norður á milli Selár og Selsáe norður af Mælifelli, gæti verið sami hópur. Í janúar voru hreindýrsslóðir út í sporði við Hofsá og Tungá og þá sást til hóps í Fríðufelli. Einnig voru einhver dýr út í Hauksstaðaheiði og fáein sáust út undir Mælifellsá. Í febrúar virtist sem dýrum fjölgaði heldur í heiðunum hér inn af og vestur af, en ekki er nein áreiðanleg tala á þeim, en örugglega einhverjir tugir.

Fimm dýr voru utan við veg á Sandvíkurheiði í maí 2000 og fimm tarfar héldu til í kring um Þorbrandsstaði frá því síðastt í apríl og fram að 25. júní 2000.

 

Hér á eftir fer bréf það sem sent var öllum talningarmönnum fyrir vetrartalninguna en í því er að finna upplýsingar um vetrar- og júlítalningu 2000. Auk þessi fylgir með listi yfir talningarmenn.

Hreindýratalningarmenn á Austurlandi

Egilsstaðir  12. febrúar 2001

 

Hreindýratalning Náttúrustofu Austurlands dagana

15.-21. mars 2001

           

Fyrirhuguð er hreindýratalning á Austurlandi dagana 15.-21. mars 2001. Í vetrartalningu í fyrra fundust 1668 hreindýr eða tæplega 600 færri en árið áður. Þetta þýðir þó ekki að talningin hafi gjörsamlega mistekist eða hrun hafi orðið í stofninum. Þegar búið er að taka tillit til þeirra sem ekki skiluðu skýrslu eða töldu ekki og ýmissa upplýsinga um fjölda dýranna munar ekki nema um 300 dýrum.  Í Vopnafjörð og Fljótsdalshérað vantar um 275 hreindýr miðað við talninguna 1999. Reiknað er með að dýrin sem vantaði hafi hreinlega ekki fundist.

Ef aldurs- og kynjahlutfall er skoðað í vetrartalningunni sést að ungir og fullorðnir tarfar eru 39% af heildinni en kýr 44%.  Rúmur helmingur talinna dýra er í úrtakinu og tel ég hlutfall tarfa of hátt í því þ.e.a.s. að hlutfallslega fleiri kýr en tarfar eru í ógreindum dýrum og þeim sem fundust ekki. Hins vegar er ljóst að törfum hefur fjölgað og er tekið tillit til þess í veiðikvóta 2001.

Fullo. tarfar

Ungir tarfar

Hyrndar kýr

Kollóttar kýr

Kálfar

Samtals

187    22%

 149   17%

 364   43%

     9    1%

146  17%

855

Aldurs- og kynjaskipting hreindýra samkvæmt vetrartalningu 5.-11. mars 2000.      

 

Snæfellshjörðin var talin 10.-11. júlí 2000 og fundust 1896 dýr eða rúmlega 400 fleiri en árið áður. Kálfahlutfall af heild var 31% sem telst gott einkum ef tekið er mið af því að törfum hefur fjölgað.

Niðurstöður talningarinnar 2001 og aðrar upplýsingar sem fást frá hreindýratalningarmönnum verða notaðar með öðrum athugunum til grundvallar skiptingu veiðikvóta og mati á ágangi. Talningarmenn eru hvattir til þess að skrá upplýsingar um hagagöngu hreindýra á þeirra talningarsvæði utan talningartímans á meðfylgjandi eyðublöð.

Talningarsvæðin eru miðuð við gömlu hreppana eins og fyrr og er yfirleitt einn talningarmaður í hverjum hreppi en hann getur síðan fengið til liðs við sig aðstoðarmenn ef hann telur ástæðu til.

Reikninga vegna talningarinnar skulu menn senda til Skarphéðins G. Þórissonar, Náttúrustofu Austurlands, Miðvangi 2, 700 Egilsstaðir. Talningarmenn eru hvattir til að skila niðurstöðum á námskeiði á Egilsstöðum í marslok.

Meðfylgjandi eru stöðluð eyðublöð sem hreindýratalningarmenn eru beðnir að nota fyrir niðurstöður talninga.  Ef menn geta ekki talið á tilskyldum tíma eða ef eitthvað er óljóst skulu menn hafa samband við undirritaðann sem fyrst.  Ef talningarmenn hafa tölvupóst væri gott að fá póstfang þeirra með talningarskýrsunni.  Stefnt er að því að þeir sem vilji geti fengið talningargögn í gegnum tölvu sína og skilað niðurstöðum sömu leið til baka í framtíðinni.

Meðfylgjandi eru niðurstöður síðustu  sumar- og vetrartalningar.

 

Æskilegt er að talningamenn hafi náið samráð um talninguna innan svæðis þar sem fleiri en einn telur og á samliggjandi svæðum. 

 

Með ósk um velgengni og kærri kveðju

 

Talningarmenn í mars 2001

 

Suðursveit (Hornafjörður)                           Þorsteinn Sigfússon Skálafelli

Mýrar (Hornafjörður)                                   Sigurður Guðjónsson Borg

Nes (Hornafjörður)                                         Sigurður Eymundsson Framnesi

Lón (Hornafjörður)                                         Gunnar Þorsteinsson Höfn

Geithellnahreppur (Djúpivogur)                     Ragnar Eiðsson Bragðavöllum

Búlandshreppur (Djúpivogur)                         Eyjólfur Guðjónsson Framnesi

Beruneshreppur (Djúpivogur)                        Óskar Gunnlaugasson Berufirði

Breiðdalshreppur                                            Stefán Rúnar Ásgeirsson Ásgarði

Stöðvarhreppur                                               Unnar Magnússon Stöðvarfirði

Fáskrúðsfjarðarhreppur                                 Friðrik Steinsson Hafranesi

Fjarðarbyggð                                                   Sigurgeir Jóhannsson Eskifirði

Mjóafjarðarhreppur                                        Sigfús Vilhjálmsson Brekku

Eiðaþinghá, Hjaltastaðaþinghá                     

og Egilsstaðir (Austur Hérað)                       Stefán Kristmannsson Egilsstöðum

Vellir (Austur Hérað)                                     Sæmundur Guðmundsson Gíslastöðum               

Skriðdalur austurhluti (Austur Hérað)          Magnús Karlsson Hallbjarnarstöðum

Skriðdalur norðurhluti (Austur Hérað)         Einar Zophóníasson Mýrum

Seyðisfjarðarhreppur                                      Hilmar Eyjólfsson Seyðisfirði                                  

Borgarfjarðarhreppur                                     Jón Sveinsson Grund

Jökulsárhlíð (Norður Hérað)                          Halldór W. Stefánsson Egilsstöðum

Hróarstunga (Norður Hérað)                         Gunnar A. Guttormsson Litla-Bakka          

Fellahreppur                                                    Einar Eiríksson Urriðavatni

Jökuldalur (Norður Hérað)                            Kjartan Sigurðsson Teigaseli o.fl.

Fljótsdalshreppur austan Jökulsár                 Hjörtur Kjerúlf Hrafnkelsstöðum

Fljótsdalshreppur norðan Jökulsár               Sveinn Ingimarsson Egilsstaðir

Vopnafjarðarhreppur                                      Pétur Jónsson Teigi

 

 

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir