Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Randakönguló

RandaköngulóRandakönguló
(Tetragnatha extensa)

Margvísleg erindi berast inn á borð starfsmanna Náttúrustofu Austurlands og máttu þeir fá að spreyta sig á pöddu sem varð á vegi eins þeirra og hann þekkti ekki.  Fyrirbærið var myndað á slaka stafræna myndavél og reyndi þá enn fremur á skarpskyggni og úrræði í greiningu.  Ekki tók langan tíma að komast að því hvað hér var á ferðinni með hjálp netsins og Erling Ólafsson skordýrasérfræðingur Náttúrufræðistofnunar Íslands staðfesti síðan greininguna.  Þetta er dæmi um hvað berst til Náttúrufstofu Austurlands á hverju ári og er fólk hér með hvatt til að senda inn fyrirspurnir og erindi til stofunnar sem þeir vilja fá úr skorið og hika ekki við að senda slakar myndir

Hér var um að ræða randakönguló (Tetragnatha extensa) sem stillti sér upp á útigrilli á Egilsstöðum 9.júlí 2007 (sjá meðfylgjandi mynd).  “Aðeins ein tegund randaköngulóa finnst hér á landi, einkum í Suður Þyngeyjarsýslu þar sem hún er í sefi og runnum við vötn og spinnur þar hjólvef. (heimild: Rit Landverndar 9.  Pöddur. Skordýr og áttfætlur.  Landvernd 1989).  Þessi tegund telst nokkuð sjaldgæf”.

Köngulóin var ekki aðeins utan hefðbundins kjörlendis og átthaga heldur einnig óvenjulega staðsett, þ.e. í þéttbýli og á útigrilli.
 

Meðfylgjandi eru tvær myndir af randakönguló fengnar að láni á netinu.

Mynd 1
Mynd 2

Halldór Walter Stefánsson

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir