Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Vöktun hreindýra

Vöktun hreindýra Náttúrustofa Austurlands vaktar hagagöngu hreindýra allan ársins hring. Ýmsir senda inn upplýsingar um hreindýrin en þar mætti þó gera mun betur. Eitt af því sem menn geta gert er að taka stafrænar myndir af hópum og senda okkur með stað- og dagsetningu.

 

 

Lesa meira

Af farfuglum

rosturÁ Héraðið eru mættar eftirtaldar fuglategundir; tjaldur, urtönd, rauðhöfðaönd, lómur og þeim sem áður voru komnar fjölgar með degi hverjum þ.e; álftum, grágæsum, heiðagæsum og skógarþröstum. 
Eins og við greindum frá um daginn má á vefsíðu Super Whooper fylgjast áfram með flugi áfltanna hingað til lands.

Farflug álfta

Google mapHægt er að fylgjast með farflugi álfta sem stendur yfir um þessar mundir frá vetrarstöðvunum á Bretlandseyjum til Íslands, en 41 álft ber gervihnattasenditæki á baki og má því  fylgjast með ferðalagi þeirra á Super Whooper 2009 (og nánar undir Full Map).

 

Nokkrar eru þegar komnar til landsins, m.a. til Austurlands, einhverjar eru á leiðinni yfir hafinu þegar þetta er skrifað en margar ekki lagðar af stað.

Krossnefur

KrossnefurÞann 3. febrúar síðast liðinn birtist frétt um varp krossnefs á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands http://www.ni.is/frettir/nr/879. Tegundin verpir sem sagt á vetrum og var varp staðfest á Suðurlandi en fáar fréttir hafa verið um þá hér eystra. Nú skal bætt úr því en a.m.k. 10 fuglar voru í Mörkinni á Hallormsstað sunnudaginn 29. mars. Ekki sáust ungar en allir sem leið eiga um greniskóga á Austurlandi eru beðnir að svipast um eftir þessum fuglum og láta Náttúrustofu Austurlands vita ef þeir verða þeirra varir.

 

 

 

Hreindýr í Skriðdal

Hreindýr í SkriðdalMikið hefur borið á hreindýrum í Skriðdal í vetur. Halda þau sig mest í nágrenni Haugahóla og sjást þar oft stutt frá veg eins og meðfylgjandi myndir frá miðjum mánuðinum bera með sér. Fullorðnir tarfar eru kollóttir en ungu tarfarnir eru að fella hornin. Hvergi er mjög mikill snjór og því auðvelt að nálgast fæðu bæði þar sem blæs af svo og er auðvelt fyrir þau að krafsa snjóinn burt. Dýrin bera þess merki að tíðarfar hefur verið þeim hagstætt.

Lesa meira

Fræðsluerindi Náttúrustofanna

Náttúrustofa Vesturlands - Glókollur á VesturlandiFræðsluerindi Náttúrustofanna næstkomandi fimmtudag 26.mars er í höndum Náttúrustofu Vesturlands í Stykkishólmi.

Smellið á myndina til að sjá auglýsinguna.

 

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir