Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Hólmanes fólkvangur og friðland

Friðlýsing
Hólmanes og hluti af Hólmahálsi var friðlýst árið 1973, sem fólkvangur norðanmegin en friðland sunnanmegin og réði því mismunandi eignarhald. Um svæðið gilda þó samræmdar reglur. Samkvæmt náttúruverndarlögum eru fólkvangar svæði sem friðlýst eru til útivistar og almenningsnota en hafa einnig að geyma fjölbreytta og fagra náttúru. Friðland er svæði sem mikilvægt er að varðveita sakir sérstaks landslags eða lífríkis.   Til að ná markmiðum friðlýsingarinnar gilda eftirfarandi reglur um svæðið:

Gangandi fólki er frjáls umferð, enda virði það almennar umgengnisreglur. Ekki má skemma gróður eða trufla dýralíf. Mannvirkjagerð, jarðrask og meðferð skotvopna á svæðinu er bönnuð.

 

Svæðið er kjörið útivistarsvæði og ákjósanlegt til kennslu og náttúrufræðslu enda er landslag og lífríki þar fjölbreytt og jarðfræðin áhugaverð. Samkvæmt skilgreiningu Umhverfisstofnunar eru fólkvangar svæði sem samkvæmt náttúruverndarlögum eru friðlýstir sem útivistarsvæði í samvinnu við hlutaðeigandi sveitarfélög. Fólkvangar eru stofnaðir að frumkvæði sveitarfélaga og sjá þau einnig um reksturinn. Tilgangurinn með fólkvöngum er að tryggja almenningi aðgang að svæðum til þess að njóta útivistar.

 

Holmanes300

Hólmanes er að hluta til friðland en samkvæmt skilgreiningu Umhverfisstofnunar
kallast friðland það landsvæði sem friðlýst er samkvæmt náttúruverndarlögum vegna
sérstaks landslags, gróðurfars eða dýralífs. Markmið friðlýsinga eru mismunandi sem

og reglur sem á svæðunum gilda. Friðlönd eru í mörgum tilfellum á landi í einkaeigu
eða
á afréttum og reglur um þau eru samkomulagsatriði milli rétthafa lands og Náttúruverndar ríkisins.

Í friðlandinu og fólkvangnum í Hólmanesi hefur verið komið fyrir
fræðslustígum með því að smella á myndina sést kortið í heild sinni. Gönguleiðir og áhugaverðir staðir eru merkt inn á kortið.

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má með aðstoð Google maps sjá kort af Hólmanesi

<iframe width="425" height="350" frameborder="0" scrolling="no" marginheight="0" marginwidth="0" src="https://maps.google.com/maps?hl=en&amp;ie=UTF8&amp;t=h&amp;ll=65.044912,-14.017181&amp;spn=0.025349,0.073128&amp;z=13&amp;output=embed"></iframe><br /><small><a href="https://maps.google.com/maps?hl=en&amp;ie=UTF8&amp;t=h&amp;ll=65.044912,-14.017181&amp;spn=0.025349,0.073128&amp;z=13&amp;source=embed" style="color:#0000FF;text-align:left">View Larger Map</a></small>

 

Fólkvangur Neskaupstað

Fólkvangur Neskaupstaðar, friðlýstur árið 1972

Friðlýsing fólkvangsins
Vorið 1971 lagði náttúruverndarnefnd Neskaupstaðar fram tillögu um stofnun fólkvangs utan Stóralækjar. Tillagan varð til í framhaldi af því að nefndin hafði hlutast til um að hætt var við fyrirætlanir um grjótnám úr Hagaklettum og að förgun sorps við Haga var stöðvuð. Tillagan var samþykkt í bæjarstjórn og síðar hjá Náttúruverndarráði og ráðuneyti. Friðlýsingin tók formlega gildi 29. nóvember 1972 og var Fólkvangur Neskaupstaðar sá fyrsti sinnar tegundar hérlendis. Fáir þéttbýlisstaðir á Íslandi eiga sér jafn ákjósanlegt friðland við bæjarvegginn. Landslag er tignarlegt, útsýni fagurt, auðugt lífríki og fjölbreyttar jarðmyndanir. Svæðið er því kjörið til útivistar, náttúruskoðunar og náttúrufræðslu

Samkvæmt skilgreiningu Umhverfisstofnunar eru fólkvangar svæði sem samkvæmt náttúruverndarlögum eru friðlýstir sem útivistarsvæði í samvinnu við hlutaðeigandi sveitarfélög. Fólkvangar eru stofnaðir að frumkvæði sveitarfélaga og sjá þau einnig um reksturinn. Tilgangurinn með fólkvöngum er að tryggja almenningi aðgang að svæðum til þess að njóta útivistar.


Í fólkvangi Neskaupstaðar  hefur verið komið fyrir fræðslustígum, með því að smella á myndina sést kortið í heild sinni. Gönguleiðir og áhugaverðir staðir eru merkt inn á kortið.

Fólkvangur Neskaupstað

Gönguleiðir og áhugaverðir staðir
Landslag og jarðfræði
Gróðurfar
Dýralíf
Náttúruvernd

 

 

 

 

 

 

 

með því að smella hér má sjá kort af svæðinu.

 


View Larger Map

SNS heiðagæsamerkingar í Jökuldalsheiði

Fyrir merkingu saman komnarNáttúrustofa Austurlands stóð fyrir merkingum á heiðagæsum í sárum í Jökuldalsheiði þann 21. Júlí s.l. í tengslum við sumarvinnuferð samtaka Náttúrustofa (SNS) 2010.  Merkingarnar tókust vonum framar og er það ekki síst að þakka öllum þátttakendum sem komu að rekstrinum að svona vel tókst til.

 

Lesa meira

Ranga kveður Kringilsárrana

Ranga yfirgefur Kringilsárrana á milli kl. 20:00 og 23:00 þann 21.Kýrin Ranga hefur gengið í Kringilsárrana í sumar. Þann 21. ágúst fór hún út yfir Kringilsá á milli kl. 20:00 og 23:00.

 

 

 

 

 

Lesa meira

Heiðagæsir á Eyjabökkum 2010

Samhliða hreindýratalningu 12. júlí 2010 voru heiðagæsir myndaðar og taldar á svokölluðu Eyjabakkasvæði. Það svæði er austan Snæfells austur á austurbakka Jökulsár í Fljótsdal og innan Eyjabakkavaðs. Flugleiðin er sýnd á 1. mynd. Flogið var með TF KLÓ, flugmaður Jóhann Óli Einarsson og Jón Ingi Sigbjörnsson til aðstoðar. Veður til leitar og myndatöku var þokkalegt.

1. mynd. Flugleið austan Snæfells í hreindýratalningu 12. júlí 2010.

 

Lesa meira

Fyrirlestrakvöld í Breiðdalssetri

brs-dags-145x108-2-strri copyÁ morgun föstudaginn 27.ágúst kl 20:00, verður fyrilestrakvöld í Breiðdalssetri á
Breiðdalsvík.
Ian Gibson og Þorvaldur Þórðarson jarðfræðingar sem og
jarðfræðinemar frá Edinborgarháskóla munu flytja fyrirlestra.

Sjá nánari auglýsingu með því að smella á meðfylgjandi mynd.

Einnig bendum við á vefinn Breiðdalssetur.is

 

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir