Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Dagur hinna villtu blóma 17.júní 2012

2012blmadagurinn austurlandDagur hinna villtu blóma er sunnudaginn 17.júní næstkomandi og verður boðið upp á gönguferð með blómaskoðun á tveim stöðum á austurlandi.

Annarsvegar í  Neskaupstað Mæting kl 10:00 á bílastæðinu við fólkvanginn í Neskaupstað (Norðfjarðavita). Gengið þaðan upp í hlíðina fyrir ofan vitann. 

Leiðsögn: Erlín Emma Jóhannsdóttir og Gerður Guðmundsdóttir.

Hinsvegar á Egilsstöðumr. Mæting kl. 09:30 við Miðhús. Gengið verður í Taglarétt og um Miðhúsaskóg.

Leiðsögn: Skarphéðinn G. Þórisson.

 

Lesa meira

Fólkvangurinn í Neskaupstað 40 ára

Fólkvangurinn í Neskaupstað Haldið verður upp á 40 ára afmæli fólkvangsins í Neskaupstað laugardaginn 16. júní kl. 13:00. Fólkvangurinn í Neskaupstað er elsti fólkvangur landsins.
Safnast saman á planinu við Norðfjarðarvita kl. 13:00.

Páll Björgvin Guðmundsson bæjarstjóri býður gesti velkomna.
Blásarasveit tónskólans í Neskaupstað leikur.
Ávarp forseta bæjarstjórnar; Jón Björn Hákonarson
Saga fólkvangsins; Benedikt Sigurjónsson
Gengið um Fólkvanginn. Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur verður leiðsögumaður.
Eftir gönguna (kl. 15:30) verður boðið upp á veitingar í boði Síldarvinnslunnar á planinu við Norðfjarðarvita.

Ýsa var það heillin

ýsa ( Melanogrammus aeglefinus )

Náttúrustofu Austurlands barst í síðastliðinni viku ýsa ( Melanogrammus aeglefinus ) frá seyðfirskum sjómanni Aðalbirni Haraldssyni.  Ýsan er afar ljós á lit og bleikleit, stóri svarti  bletturinn er þó áberandi yfir eyruggunum.  Spurning hvort þarna er á ferð albinói ?
Á meðfylgjandi mynd má sjá ýsuna

 

 

Lesa meira

Hreinkýr ber í Lóni

Hreinkýrnar fara flestar til fjalls og heiða til að bera í maí. Einstaka sinnum verða þær þó eftir á láglendi og bera þar. Líklega eru það ungar og óreyndar kýr. Starfsmenn Náttúrustofu Austurlands rákust á eina slíka og kálf hennar á túninu við Syðri Fjörð í Lóni í gær. Vonandi kemst hún slysalaust yfir þjóðveg eitt þegar hún fer með afkvæmi sitt til fjalla og eru vegfarendur sem leið eiga um Lónið næstu daga beðnir um að hafa það í huga. hér má sjá myndband með fréttinni.

 

 

 

 

 

Lesa meira

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir