Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Heiðagæsamerkingar á Vesturöræfum

hp 1007 4000 1Dagana 17. og 18. júlí 2013 vann Náttúrustofa Austurlands að merkingum á heiðagæsum á Vesturöræfum í samstarfi við verkfræðistofuna Verkís, Wildfowl and Wetland Trust (WWT) í Bretlandi, Landsvirkjun sem styrkti merkinguna auk þess að leggja merkingunum til mannskap. Toyota og Vatnajökulsþjóðgarður útveguðu búnað og rannsóknarleyfi til merkinganna.

 

 

 

Um 100 heiðagæsir voru reknar í réttir og þar af náðist að merkja 72 fugla sem fengu stálmerki á fót auk plastmerkja sem hægt er að lesa af úr fjarlægð, ýmist á fót (ungar) eða háls (fullorðnar). Tíu heiðagæsir sluppu úr réttunum og 21 ungar voru of litlir til að fá einhver merki. Allar gæsirnar voru mældar.

Tilgangur merkinganna var að setja senditæki á tvo einstaklinga sem munu gefa mikilvægar upplýsingar um ferðir þeirra.

Með því að smella hér  er hægt að sjá sjónvarpsfrétt RUV um merkinguna. (hlekkurinn gerður óvirkur finnst ekki lengur)

 

 


 

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir