Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Fálki í vanda í Viðfirði

Fálki í Viðfirði - Ljósmynd: Þorsteinn HjaltasonÞann 9. júlí bjargaði breskur gönguhópur fálka úr netagirðingu í Viðfirði. Berglind Ingvarsdóttir á Mjóeyri sagði að hann hefði verið dasaður og ekki flogið eftir björgunina. Hún bætti síðan við; „Eftir samtal við Náttúrufræðistofnun var það úr að freista þess að ná fuglinum og senda í húsdýragarðinn til aðhlynningar.... Já, við fórum út í Viðfjörð til að athuga með hann [12.7.2015]. Þá var hann á göngubrúnni og makinn vældi heil ósköp upp í hlíðinni fyrir ofan. Þegar við svo komum að honum var hann kominn í fjöruna og flaug til fjalls þegar við nálguðumst hann, flugið virtist frekar erfitt fyrir hann í fyrstu en svo lagaðist það heldur og saman flaug þetta flotta par lengst upp til fjalls.“

 

Lesa meira

Náttúrufræðinámskeið á Eskifirði

Náttúrufræðinámskeið 2015Dagana 22. - 26. júní var hið árlega náttúrufræðinámskeið haldið á Eskifirði fyrir börn á aldrinum 6-10 ára. Námskeiðið er haldið af Náttúrustofu Austurlands og Ferðaþjónustunni Mjóeyri.
Farið var í fjöruskoðun fyrsta daginn þar sem fjölbreytt lífríki fjörunnar var skoðað. Annan daginn var farið í fuglaskoðun og skordýragildra sett niður. Því næst var Helgustaðanáma skoðuð og hinar ýmsu plöntutegundir greindar. Þá var lífríki ferskvatns kannað. Lokadaginn var svo farið inn á rannsóknarstofu Eskifjarðarskóla þar sem öll sýnin voru skoðuð í víðsjá og rifjað upp hvað við höfðum séð í vikunni.

 

 

Lesa meira

Náttúrustofa Austurlands er 20 ára í dag

Náttúrustofa Austurlands er 20 ára í dagNáttúrustofa Austurlands er 20 ára í dag. Hipp hipp húrra! Guðmundur Bjarnason þáverandi umhverfisráðherra opnaði stofuna formlega á þessum degi fyrir 20 árum. Hún var fyrsta Náttúrustofan, en síðan þá hafa bæst við sjö Náttúrustofur víðs vegar um landið.
Fyrsti starfsmaðurinn var Kristbjörn Egilsson sem fékk það hlutverk að gera tillögur um starfsemi Náttúrustofunnar og sjá um faglegan undirbúning áður en fyrsti forstöðumaðurinn var ráðinn.
Fyrsti starfandi forstöðumaðurinn var Gunnar Ólafsson. Hann leysti af konu sína Guðrúnu Á. Jónsdóttur sem fór í fæðingarorlof.
Næsta árið mun Náttúrstofan minnast afmælisársins með ýmsum hætti og bjóða vinum og velunnurum að taka þátt í viðburði tengdum tímamótunum. Meðfylgjandi eru fréttir um fystu skref Náttúrustofunnar sem birtust í Austurlandi.

 

 

 

 

 

Lesa meira

Dagur hinna villtu blóma á Fljótsdalshéraði 14.júní 2015

Þátttakendur í degi villtra blóma á Fljótsdalshéraði skrá sig í gestabók Ferðafélag Fljótsdalshéraðs við Fardagafoss. Skarphéðinn G. Þórisson sá um uppfræðslu og tók myndina.Gengið frá bílastæði við Miðhúsaá stutt ofan við Áningastein eftir göngustíg að Fardagafossi. Gufufoss neðar í ánni einnig skoðaður en ekki sást neitt í gullketill Fardagafossskessunnar sem er þar í hylnum. Neðar í gilinu var hrafnslaupur með tveimur ungum en foreldrarnir sátu í birkitré innan ár og mótmæltu veru okkar undir fögrum söng músarrindla.

Gróður var stutt á veg kominn. Sauðamergur í blóma en fátt annað. Ekki var annað séð en að þau þrjú sem mættu nyti ferðarinnar. Lagt af stað kl. 13:00 og komið til baka um kl. 15:30.

Hreinkýr bera á láglendi

Hópur kúa og kálfa í Þóriseyjum 27. júní 2012Annars slagið bera hreinkýr á láglendi og ganga þá oft sumarlangt einar en sameinast ekki í stórar hjarðir eins og þær flesta gera inn á heiðum og upp til fjalla (1. mynd. Hópur kúa og kálfa í Þóriseyjum 27. júní 2012) . Ein slík kýr er nú út á Héraðssandi (2.-3. mynd). Vorið 2008 bar kýr stutt utan við Mýnes í Eiðaþinghá (4. mynd).

 

 

Lesa meira

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir