Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Vöktun ársins 2015 og veiðikvóti ársins 2016

Veiðisvæði 2016Hreindýraveiðar hefjast á morgun 15. júlí, en þá má byrja að veiða tarfa. Veiðar á kúm hefjast svo 1. ágúst n.k., og eru veiðitímabilin þau sömu og í fyrra. Umhverfis- og auðlindaráðherra ákvað að kvóti þessa árs skyldi vera samhljóma tillögum Náttúrustofu Austurlands, þ.e 1300 dýr þ.a. 848 kýr og 452 tarfar. Dregið verður úr tarfaveiði um þriðjung frá árinu 2015. Hlutfallslega mest verður dregið úr veiðum á veiðisvæðum 9 (um 40%) og 7 (21%). Aftur á móti verður veiði aukinn (20%) á veiðisvæði 4. Ekki eru lagðar til breytingar á ágangssvæðum fyrir veiðitímabilið 2016 en lagt er til að mörk þeirra verði endurskoðuð á næstu misserum.
Í skýrslu Náttúrustofunnar sem liggur til grundvallar tillögum um veiðikvóta ársins 2016  kemur fram að um 91% af kvótanum náðist 2015. Það er vel viðunandi árangur en veiðiálag var mikið á veiðisvæðum 6 og 7 þar sem þurfti að fækka dýrum nokkuð. Samkvæmt upplýsingum  úr veiðiskýrslum leiðsögumanna 2015 var meðalfallþungi eftir haustveiðitímabilið 43 kg hjá 3-5 vetra kúm en87 kg hjá 3-5 vetra törfum. Fallþungi var meiri á veiðisvæðum 1, 3, 4 og 5 heldur en á 2, 6 og 7. Upplýsingar um bakfitu gáfu til kynna svipaðan mun milli veiðisvæða. Ekki bárust nægar upplýsingar um fallþunga og bakfitu fyrir dýr á veiðisvæðum 8 og 9.
Hægt er að lesa skýrslu Náttúrustofunnar um vöktun ársins 2015 og tillögur að kvóta ársins 2016 hér.

Hreindýr

 

Tags: hreindýr, kvóti

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir