fb40x40 unionjack

logona314

logona314

Verðandi vísindamenn

IMG 1697Það er orðið að árlegum viðburði að nemendur í  fjórða bekk Nesskóla komi í heimsókn til Náttúrustofu Austurlands og Matís í Neskaupstað ásamt kennurum sínum. Í þessari stuttu en skemmtilegu  heimsókn  fá krakkarnir  kynningu á því hvað er gert á Náttúrustofunni. Þau kynntu sér m.a. rannsóknir á hagagöngu hreindýra með GPS með hjálp landupplýsingatækni. Þau sáu hvar dýrin héldu sig og hversu hratt þau hlaupa á ólíkum tímum árs og komu með góðar tillögur að túlkun gagnanna. Þau voru frædd um  ýmis konar rannsóknir á lífríki lands og sjávar. Það sem  stendur þó oftar en ekki uppúr er þegar þau fá að snerta og skoða sjálf og því er víðsjáin og  það sem þau skoða í henni vinsælt viðfangsefni.

Fálki á sjó

FálkiÞann 25. mars 2016 kom ungur fálki um borð í Gullverið NS12 frá Seyðisfirði um 45 sjómílur (90 km) austur af Hvalnesi. Skipverjar buðu honum upp á ýmislegt góðgæti, m.a. gulllax og  þorsk sem fuglinn át af bestu list. Gunnlaugur Hafsteinsson hafði samband við fálkasérfræðing á Náttúrufræðistofnun Íslands sem lagði mat á fuglinn. Daginn eftir virtist nokkuð dregið af fálkanum og hann handsamaður og settur í kassa þar sem hann hvíldist í nokkrar stundir. Hann var svo fluttur í Egilsstaði endurnærður þar sem hann var myndaður í krók og kring (sjá meðfylgjandi myndir; Gunnlaugur Hafsteinsson og Skarphéðinn G. Þórisson). Fálkinn fékk stálmerki á fót áður en honum var sleppt frjálsum út í lífið.

Niðurstöður rannsókna kynntar

LV fundurwebNáttúrustofa Austurlands hefur unnið að rannsóknum á hreindýrum á Snæfellsöræfum í tengslum við framkvæmdir og rekstur Kárahnjúkavirkjunar sl. áratug. Helstu niðurstöður þeirra rannsókna voru kynntar á opnum kynningarfundi í Valaskjálf á Egilsstöðum þann 4. mars sl.

Skarphéðinn Þórisson fjallað m.a. um stöðu Snæfellshjarðar og samhengið við hreindýrastofninni í heild sinni, auk þess sýndi hann niðurstöður rannsókna á átta hreinkúm sem gengu með GPS tæki á árunum 2009-2011.

Rán Þórarinsdóttir fjallaði um burðarsvæði Snæfellshjarðar á árunum 2005-2013 og hvort og þá hvernig greina hefði mátt áhrif framkvæmda á dreifingu og fjölda burðarkúa á svæðinu.

Upptöku frá fundinum má nálgast hér

 

Áhrif orkuvinnslu á hreindýrastofninn

HreindýrFöstudagur 4.mars kl 15:30 í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum.
Opinn fundur og allir velkomnir.

Landsvirkjun efnir til fundar þar sem kynntar verða niðurstöður vöktunar og rannsókna á hreindýrastofninum á starfstíma Kárahnjúkavirkjunar. Á næsta ári hafa rannsóknir staðið yfir í áratug eftir að virkjunin tók til starfa og nú þarf að ákveða hvort og með hvaða hætti áframhaldandi vöktun fer fram.  Á myndinni hér fyrir neðan má sjá dagskrá fundarins.

Dagskrá

 

Öskudagsheimsóknir

Öskudagurinn 2016Á öskudaginn heimsóttu okkar allskonar furðuverur sungu fyrir okkur. Hér fylgja með nokkrar myndir af þeim en  inn á milli má sjá starfsfólkið með ýmiskonar skemmtileg höfuðföt í tilefni dagsins.

Gráhegrar á fóðrum

Grahegri Gráhegrar hafa sést af og til á Norðfirði að vetri til í mörg ár og er yfirstandandi vetur þar engin undantekning.  Tveir hegrar hafa haldið sig nærri flugvellinum í nágrenni Síldarvinnslunnar í Neskaupstað síðan í janúar.  Kristín Hávarðsdóttir hafði fylgst með fuglunum um tíma og  þótti þeir vesældarlegir,  annar þeirra hvarf um tíma. Hún  aflaði sér upplýsinga um hegra hjá Jóhanni Óla Hilmarssyni hjá Fuglaverndarfélagi Íslands  og  velti fyrir sér hvort hægt væri að fóðra þá.  Það er engin hefð fyrir því  á íslandi að fóðra hegra en þeir halda sig gjarnan þar sem fisks er að vænta.  Jóhann Óli stakk upp á því að hún bæri út smáan fisk til dæmis loðnu, „ Ég hélt t.d. að annar væri dauður, hafði ekki séð hann í eina 10 daga og var viss um að hann hefði bara drepist í einhverju rokinu, svo ég fór og þýddi ýsu, skar í lengjur á stærð við loðnu og henti útí pollinn sem þeir stóðu svo oft við og morguninn eftir, þá stóðu þeir báðir og átu „ sagði Kristín. Hegrarnir hafa gert sér gott af fiskinum og virðast braggast vel.  Hún gefur þeim í  poll á leirunni  en Kristín sagði jafnframt „Krumminn er að vísu kominn á bragðið, og hreinsaði upp þær loðnur sem fóru á ísinn, en lét alveg vera það sem var í vatninu“
Hegrar eru ekki varpfuglar á Íslandi, en eru nokkuð algengir gestir að vetri. Merktir fuglar sem hafa fundist á Íslandi hafa verið merktir í Noregi.

Við þökkum ábendingar frá ykkur og minnum á að það má alltaf senda á netfangið okkar na hjá na.is eða heyra í okkur í síma 4771774

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Mýrargötu 10
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir