fb40x40 unionjack

logona314

logona314

Nýtt ár, ný heimasíða, ný tækifæri.

  Náttúrustofa Austurlands óskar öllum
  samstarfsmönnum, velunnurum og
  sveitungum gleðilegs nýs árs og
  þakkar fyrir það liðna.

Árið 2015 var viðburðaríkt og annasamt hjá Náttúrustofunni. Meðal árlegra verkefna starfsmanna Náttúrustofunnar var umhverfisvöktun í Reyðarfirði, fiðrildavöktun á þremur stöðum á Austurlandi í samstarfi við aðrar stofnanir, vöktun hreindýrastofnsins, fuglarannsóknir, ráðgjöf  vegna friðlýstra svæða í Fjarðabyggð og náttúrufræðinámskeið fyrir börn í samvinnu við ferðaþjónustuna Mjóeyri.

Starfsmenn Náttúrustofunnar tóku þátt fjölmörgum verkefnum í samstarfi við félagasamtök og stofnanir víða um landið. Meðal  þeirra verkefna voru fuglaskoðun í Neskaupstað og á Reyðarfirði í samvinnu við Ferðafélag fjarðamanna,  Dagur hinna villtu blóma í samstarfi við Flóruvini, Tæknidagur fjölskyldunnar í Neskaupstað sem haldinn er af Verkmenntaskóla Austurlands og ráðgjöf við uppsetningu sýningar á hreindýrum á Minjasafni Austurlands
Þá fóru fjórir starfsmenn í nokkurra daga gróðurrannsókn á Kringilsárrana, gerðar voru gróður- og fuglarannsóknir í fjallshlíðinni ofan Neskaupstaðar, botndýra-, fugla- og seiðarannsóknir í Viðfirði og í ágúst fóru tveir starfsmenn Náttúrustofunnar á hreindýraráðstefnu í Noregi þar sem stofnað var til samstarfs við norska vísindamenn til að rannsaka gróður á vetrarbeitarsvæðum hreindýra.

Í haust hófst svo undirbúningur á gerð nýrrar vefsíðu Náttúrustofu Austurlands og erum við stolt að birta hana hér. Tveir nýir starfsmenn bættust við hópinn, Guðrún Óskarsdóttir og Elín Guðmundsdóttir náttúrufræðingar. Þær sinna aðallega gróðurrannsóknum, umhverfisvöktun á Reyðarfirði og öðrum tilfallandi verkefnum.
Jón Ágúst Jónsson forstöðumaður Náttúrustofunnar lét af störfum í júní sl. eftir sjö ára starf. Kristín Ágústsdóttir M.S. landfræðingur og starfsmaður Náttúrustofu Austurlands til 17 ára tók við stöðu forstöðumanns.

Árið 2016 lítur út fyrir að verða álíka viðburðaríkt. Hin árlegu vöktunarverkefni eru á sínum stað auk þess sem ýmis ný verkefni eru í farvatninu.

Við hlökkum til að eiga samleið með ykkur á nýrri síðu á nýju ári.
Starfsfólk Náttúrustofu Austurlands

Nano Theme

This is the Nano theme of our fast and slick Warp theme framework! It is optimized and streamlined to serve as a blueprint to build your own custom themes.

The Master theme takes full advantage of all the latest Warp6 features like a completely responsive layout, semantic HTML5 markup, a nice and clean administration UI and much more.

Read more

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Mýrargötu 10
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir