Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Hreindýrahræ undir Ufsum í Selárdal

                                                    

HreindýrahræHræ undir Ufsum í Selárdal – vettvangskönnun 25. september 2015
Skarphéðinn G. Þórisson

Eftir ábendingar frá Eiríki Skjaldarsyni um að hjörð hreindýra hefði farist í Selárdal var hringt í Sigmund Steingrímsson 21.9.2015. Samkvæmt honum voru hræin á Litlu Ufs upp undir Ufsum um 1 km utan við Sauðá. Karl bróðir hans rakst á hauginn þann 18. september. Taldi 17 og þá var eitthvað eftir. Ljóst að þau voru frá í vetur því þau voru ekki þarna í fyrra. Sigmundur ímyndar sér að dýrin hafi hrakist fram af klettum í aftakaveðri og drepist þar í fönn/snjóflóði. Í fyrrahaust var gríðarstór hópur fyrir ofan Hróaldsstaði.

Þann 25. september var staðurinn heimsóttur. Komið við hjá Sigmundi á Hróaldsstöðum II. Hann lýsti nákvæmlega hvar hræin væru. Ekið inn að Sauðá og gengið upp með henni að Klofakvísl og stefnan tekin að upptökum kvíslarinnar.

1.mynd Staðsetning hræja í Selárdal stutt utan upptaka Klofakvíslar undir Ufsum.

Eftir ferðina voru málin rædd yfir kaffibolla hjá Sigmundi og Auði. Hvað henti hjörðina liggur ekki alveg ljóst fyrir. Sigmundur nefndi að aftakaveður hefði geysað 15. desember 2014  með 36-40m/sek vindi á Sandvíkurheiði svo og 23. febrúar 2015.

Ekið inn Selárdal að Sauðá. Gengið upp með henni að Klofakvísl og stefnan þaðan tekin á Ufsarbrún við upptök kvíslarinnar. Hræbingurinn fannst fljótlega stutt utan við upptökin (1.-5. mynd) enda hrafnadrit víða á steinum sem vísuðu veginn. Í og við binginn voru víða ummerki tófu og bein höfðu verið dregin frá honum. Hræin lágu í einum hnapp nema eitt sem var 1-2m frá bingnum. Jarðvegur var upprótaður í kringum binginn og lág farið í hólnum í NV-SA. Hausum safnað saman og kjálkar hirtir (3.-7. mynd).

 2.mynd Staðsetning hræja í Selárdal stutt utan við upptök Klofakvíslar undir Ufsum.

3. mynd. Hræbingurinn innan við dýjamosavaxna skoru stutt utan við upptök Klofakvíslar undir Ufsum í Selárdal. 4. mynd. Staðsetning hræja í Selárdal stutt utan við upptök Klofakvíslar en hún sést á miðri mynd, horft til suðurs.

5. mynd. Staðsetning hræja í Selárdal undir Ufsum, horft til suðvesturs samsíða ufsinni. 6. mynd. Hræin lágu nokkuð þétt saman í bingnum.

7. mynd. Hausar tíndir úr bingnum; 12 dýr á fyrsta vetri, 10 kýr á öðrum vetri og eldri, 7 tarfar á öðrum vetri og einn þriggja ára eða eldri.

Í bingnum fundust 30 hausar (7. mynd); 12 dýr á fyrsta vetri, 10 kýr á öðrum vetri og eldri, 7 tarfar á öðrum vetri og einn þriggja ára eða eldri. Öll dýrin voru hyrnd nema fullorðni tarfurinn. Fullorðnir tarfar fella flestir hornin í lok nóvember og byrjun desember.

Tags: hreindýr

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir