Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314
  • Fréttir

Minning Skarphéðinn G. Þórisson

MinningargreinamyndÍ dag fylgjum við kærum starfsfélaga Skarphéðni síðasta spölinn. Skarphéðinn kom í fast starf hjá Náttúrustofu Austurlands árið 2000, þegar stofnunin tók við vöktun hreindýra á Íslandi. Náttúrustofan hefur notið starfskrafta hans óslitið síðan. Þó nú væri farið að líða að starfslokum höfðum við væntingar um að geta gengið í hans viskubrunn áfram. Skarphéðinn undirbjó og stýrði hreindýrarannsóknum í áratugi og var í árlegri sumartalningu hreindýra þegar hann lést. Samleið Skarphéðins og hreindýranna var þó miklu lengri, en hann kom fyrst að rannsóknum á þeim árið 1979, eða jafnvel strax árið 1787 þegar hreindýr komu fyrst til Austurlands, eins og stundum var grínast með. Enginn hafði jafn yfirgripsmikla þekkingu á íslenskum hreindýrum, sögu þeirra, vistfræði og lífsháttum eins og hann. Þá hafði hann byggt upp öflugt tengslanet áhugafólks um íslensk hreindýr við íbúa Austurlands, veiðimenn, listamenn og innlenda og erlenda vísindamenn.

Skarphéðinn var öflugur náttúruvísindamaður og íslenskt fræðasamfélag hefur misst mikið við fráfall hans. Auk hreindýrarannsókna kom hann að fjölmörgum öðrum verkefnum stofunnar. Enginn kom að tómum kofanum hjá honum, hvort sem reynt var að greina fugl, stein, skordýr, plöntu eða jafnvel stöðvarkóng. Jarðfræðina las hann úr landslaginu og örnefni kunni hann manna best. Ekkert í náttúrunni var honum óviðkomandi og svo margt sem honum þótti spennandi og áhugavert. Það var afar gefandi að vinna með slíkum eldhuga. Hann átti auðvelt með að deila þekkingu sinni og náði til allra á jafningagrunni, hvort sem um var að ræða leikskólabörn, starfsfélaga, aðra vísindamenn eða áhugafólk um náttúrufar. Hann miðlaði í samtölum, fyrirlestrum og skrifum en ekki síst með ljósmyndunum sem voru mikil listasmíð.

Skarphéðinn var ekki bara náttúruvísindamaður, hann var mannvinur sem hafði áhuga á fjölbreytileika mannlífs, náttúruvernd, sögu, menningu og listum og hafði áhrif á samfélagið sem hann var hluti af hverju sinni, hvort heldur það var á Austurlandi eða í Afríku.

Vissulegar var Skarphéðinn einstakur starfsfélagi, en það orð fangar ekki það sem hann var okkur. Hann var hluti af vinnufjölskyldunni okkar. Hann var greiðvikinn, gefandi og hjálpsamur vinur, hvetjandi og hógvær og bar virðingu fyrir verkefnum annarra. Vissulega stundum stríðinn og hafði sína sérvisku eins og við öll. Fyrir utan að vera einn öflugasti starfsmaðurinn í vettvangsvinnu, með sín haukfránu augu sem gátu komið auga á grástör eða gullstör úr mílufjarlægð, var hann líka alltaf sá best klæddi.

Minningarbrot sem þessi ná engan vegin utan um það sem Skarphéðinn var okkur og svo mörgum öðrum. Með miklum trega kveðjum við hann og þökkum honum vináttuna og samfylgdina.

Ragnhildi, börnum hans og öðrum aðstandendum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi minningin um lífsgleði hans og eldmóð veita styrk á erfiðum tímum.

F.h. starfsfólks og stjórnar Náttúrustofu Austurlands
Kristín Ágústsdóttir forstöðumaður

Blessuð sé minning þeirra

2022 08 17 071  2

Líkt og greint hefur verið frá í fjölmiðlum varð hörmulegt flugslys í Sauðahlíðum norðaustan við Hornbrynju á sunnudag. Um borð í vélinni voru tveir farþegar, Fríða Jóhannesdóttir spendýrafræðingur og Skarphéðinn G. Þórisson líffræðingur, starfsfólk Náttúrustofunnar. Þau létust bæði við slysið, auk flugmanns vélarinnar.
Fríða og Skarphéðinn sinntu rannsóknum og vöktun á hreindýrastofninum hér á landi, og var flugið þáttur í því verkefni. Árlega eru farnar nokkrar flugferðir til þess að telja hreindýr úr lofti og hefur það verið hluti af verkefnum Náttúrustofunnar um árabil.
Orð geta ekki lýst því hversu þungbært það er að missa vinnufélaga og vini í svo hörmulegu slysi. Höggvið var stórt skarð í fámennan og þéttan starfsmannahóp. Verkefni næstu daga verða fyrst og fremst að halda utan um hvert annað, styðja og styrkja til að takast á við áfallið saman.
Hugur okkar er fyrst og fremst hjá fjölskyldu og ástvinum allra þeirra sem létust. Við sendum þeim okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Stjórn og starfsfólk Náttúrustofu Austurlands

Gróðurframvinda í lúpínubreiðum á Austurlandi

 

 

Þann 25. maí tók Náttúrustofan þátt í fyrirlestraröð sem Skriðuklaustur, Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Austurlandi og fleiri stofnanir standa fyrir. Í þetta sinn fjallaði Guðrún Óskarsdóttir, plöntuvistfræðingur, um rannsókn á gróðurframvindu í lúpínubreiðum á Austurlandi. Við þökkum fyrir tækifærið til að kynna þessar niðurstöður og góðar umræður í kjölfarið.


Til að hlusta á upptöku af viðburðinum má smella hér.  viðburðurinn hefst á mínútu 7.
Skýrslu um rannsóknina má lesa með því að smella hér. 
Að lokum má nálgast skýrslu Náttúrufræðistofnunar Íslands, sem þessi rannsókn byggði á, hér. 

Kolefnisflæði og forði mældur í Norðfirði

Mælibúnaðurinn sem var notaður. Kúpullinn (e. chamber) mælir flæði CO2 úr jarðvegi og mælirinn til hægri mælir raka og hita jarðvegs.

Mælibúnaðurinn sem var notaður. Kúpullinn (e. chamber) mælir flæði CO2 úr jarðvegi og mælirinn til hægri mælir raka og hita jarðvegs.

Sumarið 2022 fór af stað vöktunarverkefni á Austurlandi við mælingar á kolefnisforða og -flæði úr jarðvegi og heldur verkefnið áfram nú í sumar. Verkefnið er unnið í samstarfi við Landgræðsluna sem útveguðu mælibúnað sem mælir bæði bindingu og losun CO2 úr jarðvegi. Markmið verkefnisins er að mæla kolefnisforða ásamt CO2 flæði á fjórum stöðum í svipuðu gróðurlendi og er verkefnið hluti af stærra verkefni á landsvísu. Þrír mælingarstaðir eru inn í Fannardal og einn fyrir ofan byggðina í Neskaupstað. Yfir sumartímann frá lok maí til byrjun september er mælt vikulega á öllum svæðum og síðan hálfsmánaðarlega út október. Með þessum mælingum verður hægt að áætla heildarlosun eða binding með nokkuð góðri vissu sem kemur til með að nýtast á landsvísu til að ná árangri í loftslagsmálum.

 

Horft til norðurs yfir mælingarsvæðið fyrir ofan byggð í Neskaupstað. Glöggir sjá glitta í appelsínugult flagg sem markar um staðsetningu mælistaðar.

Horft til norðurs yfir mælingarsvæðið fyrir ofan byggð í Neskaupstað. Glöggir sjá glitta í appelsínugult flagg sem markar um staðsetningu mælistaðar.

Landsvala á flækingi

IMG 5508 landsvala vefurÍ lok apríl fékk Náttúrustofan tilkynningu um Landsvölu á bæ í Norðfirði. Landsvala (Barn Swallow (Hirundo rustica)) er flækingsfugl á Íslandi og sést oftast á sumrin. Hún verpir í Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu en flýgur til Suður-Ameríku, Suðurhluta Afríku og suðurhluta Asíu á veturna. Smávaxinn og fimur spörfugl sem veiðir sér til matar á flugi og borðar helst flugur. Starfsmaður stofunnar náði þessari mynd af landsvölunni.

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir