Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Hreindýr við vegi á Austfjörðum

Hreindýr Hreindýr hafa verið hættulega nærri vegum á suðausturlandi undanfarna mánuði. Greinilegt er að nú er hættan meiri á milli Hvalnes og Þvottár en oft áður því þar eru líklega a.m.k. 300 hreindýr í dreifðum smáhópum. Á þessum slóðum er stutt á milli fjalls og fjöru og því víða meiri hætta á að þau hlaupi yfir þjóðveginn en ella.
Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af þessum dýrum teknar mánudaginn 28. janúar. Ekki bætir úr skák þegar dumbungur og slydda gengur yfir því þá hverfa þau inn í umhverfið.

 

 


Enn er stór hreindýrahópur á milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar sem vegfarendum stafar hætta af. Undanfarið hafa þau haldið sig fyrir ofan álverið og út á Hólmanesi (munnl. uppl. Páll Leifsson) og fara því yfir veginn á rölti sínu á milli þessara staða.
Eins og fyrr ítrekar Náttúrustofa Austurlands að þó svo að varað sé við hreindýrum á ákveðnum stöðum geta menn rekist á þau við alla vegi á Austurlandi einkum á vetrum.

Hreindýr   Hreindýr   Hreindýr  Hreindýr

Hreindýr    

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir