Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Fengitími hafinn

 

Hreindýr í JökuldalsheiðiÞann 18. september kannaði Náttúrustofan dreifingu hreindýra í Jökuldalsheiði með aðstoð Reimars Ásgeirssonar. Kíkt var af Skjöldólfsstaðahnjúk, Gestreiðarstaðaöxlum, Hnaus og Sænautafelli. Reiknað er með 400-500 dýr norðan Jökuldals. Í ferðinni fannst aðeins rúmur fimmtungur þess. Sýni var víða slæmt á hreindýr sem gæti skýrt að hluta hvað fá fundust en einnig er líklegt að einhverjir hópar hafi verið í eða utan Sandfells. Niðurstöður eru sýndar í eftirfarandi töflu.

 

18.sep.07 2 ára tarfur 3- ára tarfur x samtals
v/Gestreiðarstaðakvísl 1 1
Heiðabrún upp af Grund ca 50 ca 50
N í Sænautafelli 4 9 13
NA Ánavatns 26 26
NV Sænautafells 17 17
NV Sænautafells 6 6
NV Sænautafells 1 4 5
Lónakíll 1 1
samtals 5 11 ca 100 ca 120

Stakir tarfar sáust svo og tarfahópur í Sænautafelli og greinilegt að þeir voru byrjaðir að leita að kúm til að gagnast. Reimar hafði tekið eftir fengitíma óróa í törfum um 10. september. Aldurs- og kynjahlutföll verða skoðuð á fengitíma sem víðast og munu fréttir af því birtast hér um miðjan október.


aimg_5464 smal aimg_5445 smal thumb_aimg_5449 smal

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir