Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Náttúrufræðinámskeið í Neskaupstað

Náttúrufræðinámskeið í NeskaupstaðDagana 4. - 8. júlí var haldið Náttúrufræðinámskeið á vegum Náttúrustofu Austurlands fyrir börn á aldrinum 8-10 ára. Námskeiðið var styrkt af samfélagssjóði Samvinnufélags útgerðarmanna í Neskaupstað og Alcoa Fjarðarál. Námskeiðið var fullt og tóku 10 hressir krakkar þátt. Það var með eindæmum vel heppnað en krakkarnir skoðuðu með kennurum sínum ýmiskonar lífverur í mismunandi vistkerfum. Spurningum og fróðleik af ýmsu tagi var velt upp, til að mynda um  tegundasamsetningu vistkerfa, búsvæða- og fæðuval lífvera og lífeðlisfræði þeirra. Lífríki fjörunnar var kannað og fuglategundir greindar, plöntur voru skoðaðar, greindar og pressaðar, settar voru upp jarðvegsgildrur í mismunandi plöntusamfélögum og smádýrin sem veiddust skoðuð. Þá var gengið upp að Hólatjörnum í frábæru veðri þar sem vaðið var út í tjarnir og lífríki ferskvatns var kannað. Í lok hvers dags voru skráðir í feltbók helstu atburðir dagsins og tegundir sem fundust. Seinasta degi námskeiðsins var varið inni inn í skólastofu Verkmenntaskóla Austurlands þar sem pressaðar plöntur voru settar í möppur á vísindalegan hátt, sýnin sem söfnuðust í vikunni voru skoðuð í víðsjá og tegundir greindar og í lokin rifjað upp það helsta sem við höfðum séð í vikunni. Að lokum fengu allir viðurkenningarskjöl til votts um dugnað og áhugasemi á námskeiðinu.
Starfsmenn Náttúrustofunnar skemmtu sér virkilega vel enda var hópurinn samansettur af hressum og skemmtilegum krökkum sem sýndu náttúrunni áhuga og virðingu. Við hlökkum til næsta námskeiðs sem verður haldið 8. - 12. ágúst nk.

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir