Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Helsingjanef ( Lepas sp)

2017 helsingjanef duflStarfsmenn Náttúrustofu Austurlands fengu sendar myndir af helsingjanefjum (Lepas sp) sem voru föst neðan á dufli en það hafði rekið á land í Húsavík sem er milli Loðmundafjarðar og Borgarfjarðar Eystri. Duflið losnaði upp 370 sjómílur austur af Charleston í Suður Karolínu í mars árið 2016 og er hluti af DART (Deep-ocean Assessment and Reporting of Tsunamis) rannsóknarduflaneti NOAA sem rannsakar skjálftaflóðbylgjur.
Helsingjanef eru krabbadýr sem tilheyra ættbálki skelskúfa (Cirripedia) og eru skyldir hrúðurkörlum sem algengir eru í fjörum landsins. Þessi sérkennilegu krabbadýr lifa ekki við strendur Íslands en rekur oft hingað með ýmsum hlutum sem þeir hafa fest sig við með löngum vöðvafestum. Fyrr á öldum voru helsingjar og margæsir taldir koma úr helsingjanefjum því þessir fuglar birtust allt í einu að vori og hurfu jafn snögglega og sáust ekki aftur fyrr en að hausti. Sennilega hefur rekaviður með helsingjanefjum fundist um svipað leyti og fuglarnir sáust og fólk talið að þarna væri skýringin af þessum dularfullu fuglum en helsingjnef þykja líkjast nefi þessara fugla.

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir