Náttúrustofa Austurlands er rekin af Fjarðabyggð og Múlaþingi með stuðningi ríkis. Hún var formlega stofnuð 24. júní árið 1995, fyrst allra náttúrustofa. Frumkvæði að stofnun hafði sveitarfélagið Neskaupstaður, nú hluti Fjarðabyggðar. Árið 2008 varð Múlaþing aðili að rekstrinum. Höfuðstöðvar eru í Neskaupstað og starfsstöð á Egilsstöðum.
Náttúrustofan er þekkingar- og þjónustuaðili sem vinnur að rannsóknum, ráðgjöf og þekkingarmiðlun í tengslum við náttúrufar. Markmið hennar er að efla þekkingu á náttúru Austurlands. Stofan starfar m.a. samkvæmt lögum um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur nr. 60/1992 og lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum nr. 64/1994. Önnur lög og reglugerðir gilda einnig um starfssemi Náttúrustofu Austurlands, sjá neðar.
Hlutverk Náttúrustofunnar er:
að stunda vísindarannsóknir
að veita fræðslu og ráðgjöf
að annast eftirlit með náttúru Austurlands
að annast vöktun og rannsóknir á hreindýrum
Stofan hefur aðsetur í vinnustaðaklasa í Múlanum í Neskaupstað og er aðili að Vísindagarðinum á Egilsstöðum. Markmið samstarfsins er að skapa fjölbreytta rannsókna- og fræðslumiðstöð, þannig að úr verði eftirsóknarverður vinnustaður sem laðar að hæft starfsfólk.
Náttúrustofan er aðili að Samtökum náttúrustofa sem hafa það að markmiði að efla fræðslu, samstarf og starfsemi stofanna.
Lög og reglugerðir
Náttúrstofa Austurlands starfar í samræmi við lög nr. 60/1992 um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur, með síðari breytingum og samkvæmt rekstrarsamningi milli umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, Fjarðabyggðar og Múlaþings. Um starfsemina gildir ennfremur reglugerð nr. 384/1994 um Náttúrustofu Austurlands í Neskaupstað með síðari breytingum. Náttúrustofan sinnir einnig verkefnum skv. ákvæðum laga nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum með síðar breytingum, reglugerð nr. 486/2003 um stjórn hreindýraveiða með síðari breytingum og reglugerð nr. 487/2003 um skiptingu arð af hreindýraveiðum. Þá er hlutverks Náttúrstofu Austurlands getið í lögum nr. 36/2011 um stjórn vatnamála, svo og í reglugerð nr. 229/1993 um Náttúrufræðistofnun
Lögu um Náttúrufræðistofnun og náttúrustofur
Lög um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur nr. 60/1992 með síðari breytingum
Lög um náttúruvernd nr. 60/2013 með síðari breytingum
Lög um stjórn vatnamála nr. 36/2011 með síðari breytingum
Lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum nr 64/1994 með síðari breytingum
Reglugerð um stjórn hreindýraveiða nr. 486/2003
Reglugerð um skiptingu arðs af hreindýraveiðum nr. 487/2003
Reglugerð um skipulag og starfsemi Náttúrustofu Austurlands í Neskaupstað nr. 384/1994
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 384/1994 um skipulag og starfssemi Náttúrustofu Austurlands
Reglugerð um Náttúrufræðistofnun Íslands nr 229/1993
Reglugerð nr. 636/2010 um breytingu á reglugerð nr. 486/2003 um stjórn hreindýraveiða
Reglugerð nr. 134/2015 um breytingu á reglugerð nr. 486/2003 um stjórn hreindýraveiða, með síðari breytingum
Reglugerð nr. 46/2015 um breytingu á reglugerð nr. 486/2003 um stjórn hreindýraveiða, með síðari breytingum
Heildarútgáfa reglugerðar nr. 486/2003, um stjórn hreindýraveiða, með síðari breytingum
Aðal aðsetur í Neskaupstað, Fjarðabyggð
Náttúrustofa Austurlands.
East Iceland Nature Research Centre
Bakkavegi 5, 740 Neskaupstaður
Sími/Telephone + 354 477-1774
Netfang: na hjá na.is
Egilsstaðasetur
Náttúrustofa Austurlands
East Iceland Nature Research Centre
Tjarnarbraut 39b, 700 Egilsstaðir
Sími/Telephone +354 477-1774
Ert þú með ábendingar eða fyrirspurnir um vefinn og/eða starfsemi Náttúrustofunnar?
Sendu okkur þá póst: na hjá na.is
©Náttúrustofa Austurlands.
Bannað er að afrita myndir og efni á þessum vef nema með skriflegu leyfi frá Náttúrustofu Austurlands