Dagur íslenskrar náttúru er nú á föstudaginn 16. september, af því tilefni ætlar UÍA í samstarfi við Fjarðabyggð, Fljótsdalshérað og Náttúrustofu Austurlands að efna til fjölskyldugöngu á Grænafell, sem var valið fjall UÍA í gögnuverkefninu Fjölskyldan á fjallið 2011. Gengið verður upp beggja vegna fjallsins og hittast hóparnir á toppnum. Reyðafjarðarfjarðarmegin verður farið frá Grænafellsvelli kl 17:00 og mun Þóroddur Helgason vísa veginn. Héraðsmegin geta gönguhrólfar valið um tvo kosti. Annarsvegar að leggja af stað frá sæluhúsinu á Fagradal kl 16:15 eða slást í hópinn við bílastæðið við Fagradalsá kl 17:00, Guðrún Sóley Guðmundsdóttir mun sjá til þess að sá hópur rati rétta leið á toppinn.