Íslensku Bókmenntaverðlaunin
Nú nýverið voru íslensku Bókmenntaverðlaunin afhennt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin.
Helgi Hallgrímsson hlaut verðlaunin fyrir Sveppabókina, Íslenskir sveppir og sveppafræði í flokki fræðibóka og bóka almenns eðlis.
Sveppabókin er frumsmíð um sveppafræði á íslensku og byggist m.a. á hálfrar aldar rannsóknum höfundar á sveppum. Til að lesa nánar um bókina og höfund má smella hér.