Fugladagurinn 2023
Árlegur fugladagur Náttúrustofu Austurlands og Ferðafélags fjarðamanna var haldinn 29.apríl 2023. Fjaran var óvenju seint og var mæting við Leirurnar á Norðfirði kl 15:00 en við Leirurnar á Reyðarfirði kl.16:00 eða klukkutíma síðar.
Fallegur dagur léttskýjað en svalt og vindur og hitastigið 2-4°C. Í ár mættu 5 manns á Norðfirði, að starfsmanni Náttúrustofunnar meðtöldum en 7 á Reyðarfirði. Að þessu sinni sáust 24 fuglategundir á Reyðarfirði en 14 tegundir á Norðfirði.
Tegundirnar sem sáust á Reyðarfirði voru: Grágæs, heiðlóa, bjargdúfa, silfurmáfur, hettumáfur, maríuerla, þúfutittingur, skógarþröstur, svartbakur, hrossagaukur, stelkur, urtönd, tjaldur, æðarfugl, stokkönd, sandlóa, hávella, himbrimi, skúfönd, tildra, toppönd, fýll, teista og jaðrakan. Auk þess sást einn landselur.
Á Norðfirði sáust: Grágæs, æðarfugl, hávella, toppönd, tjaldur, sandlóa, sendlingur, tildra, stelkur, hettumáfur, stormmáfur, silfurmáfur, skógarþröstur og heiðlóa.
Ýmsar tegundir eru rétt að mæta á austurlandið um þetta leyti og því hending að þær sjáist í svo stuttri athugun.