Landsvala á flækingi
Í lok apríl fékk Náttúrustofan tilkynningu um Landsvölu á bæ í Norðfirði. Landsvala (Barn Swallow (Hirundo rustica)) er flækingsfugl á Íslandi og sést oftast á sumrin. Hún verpir í Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu en flýgur til Suður-Ameríku, Suðurhluta Afríku og suðurhluta Asíu á veturna. Smávaxinn og fimur spörfugl sem veiðir sér til matar á flugi og borðar helst flugur. Starfsmaður stofunnar náði þessari mynd af landsvölunni.
Tags: Landsvala, fuglar, farfuglar, flækingur, Barn Swallow (Hirundo rustica), Norðfirði, Norðfjörður, Neskaupstað