Jólakveðja
Starfsfólk Náttúrustofu Austurlands sendir sínar bestu
jóla og nýárskveðjur,
með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.
(Smellið á kortið hér til hliðar )
Starfsfólk Náttúrustofu Austurlands sendir sínar bestu
jóla og nýárskveðjur,
með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.
(Smellið á kortið hér til hliðar )
Blesgæsir af Evrópustofni sem verpa í Síberíu (European White Fronted Goose - Anser albifrons albifrons) heimsóttu Austurland eftir miðjan nóvember um það leiti sem flestar aðrar gæsir og farfuglar höfðu yfirgefið landið. Þriggja fugla varð fyrst vart á Seyðisfirði þann 14. nóvember. Viku síðar birtust svo 17 fuglar af sömu tegund á Egilsstöðum þar sem þær dvelja ennþá á túnum Egilsstaðabænda. Það voru 14 eldri gæsir og 3 ungfuglar.
Mynd af þessari uglu barst til okkar á Náttúrustofu Austurlands en glöggur vegfarandi tók eftir henni á ferð sinni. Myndin er tekin um miðja nótt en þarna situr hún á bensíndælu í Fjarðabyggð. Spurning hvort hún hafi verið að fylgjast með eldsneytisverðinu ...
Fimmtudaginn 24. nóvember nk. kl. 12:15-12:45 flytur Rán Þórarinsdóttir, líffræðingur á Náttúrustofu Austurlands, erindi sitt: ,,Hópatferli andarunga ”.Með því að smella á auglýsinguna hér til hliðar má sjá hvar hægt er að fylgjast með erindinu.
ATH erindið fellur niður vegna veikinda !
Mánudaginn 21. nóvember stendur umhverfisráðuneytið fyrir almennum kynningarfundi á Egilsstöðum um hvítbók sem nefnd um endurskoðun náttúruverndarlaga skilaði af sér í haust og felur í sér heildarúttekt á lagaumhverfi náttúruverndar á Íslandi. Hvíbókin verður grunnur að væntanlegri endurskoðun náttúruverndarlaga sem unnið verður að á komandi mánuðum.
Í hvítbókinni er m.a. fjallað um nýjar aðferðir og viðhorf sem hafa rutt sér til rúms í náttúruvernd víða um heim og settar eru fram tillögur um hvernig koma megi þessum aðferðum og hugmyndum inn í íslenska löggjöf. Lögð er áhersla á að útfæra meginregur umhverfisréttar í nýjum náttúruverndarlögum, fjallað er ítarlega um friðlýsingar og annars konar verndaraðgerðir hér á landi, vatn, almannarétt og svo mætti lengi telja.
Starfstöð ÞNA í Neskaupstað stendur fyrir kvöldvökum mánaðarlega á miðvikudagskvöldum í vetur. Fjallað er um efni tengt byggðarlaginu og mannlífinu. Kvöldvökugestir eru hvattir til að koma með innlegg og ábendingar.Miðvikudaginn 9. nóvember kl. 20:00 verður þriðja kvöldvaka haustsins:Starfsemi Náttúrustofu AusturlandsJón Ágúst Jónsson hefur framsögu.Boðið verður upp á einfaldar kaffiveitingar.Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis þökk sé styrk frá SÚN