Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Jólakveðja

Jólakveðja 2012

 

 

 

Starfsfólk Náttúrustofu Austurlands
sendir sínar bestu
jóla og nýárskveðjur,
með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.

                                    (Smellið á kortið hér að ofan)

Fólkvangurinn í Neskaupstað

Nýtt aðkomuskilti í Fólkvanginn í NeskaupstaðVegna 40 ára afmælis Fólkvangs Neskaupstaðar nú í ár var ráðist í framkvæmdir þar með það að markmiði að fegra og auðvelda aðgengi um Fólkvanginn.
Nýtt og stærra aðkomuskilti var sett upp sem kemur í stað fjögurra áður.
Aðgengi niður í Páskahelli er nú orðið mun betra þar sem gamli stiginn hefur verið fjarlægður og nýr stigi þar settur upp.
Einnig hefur mikið verið unnið í stígunum
Náttúrustofa Austurlands þakkar þeim fjölmörgu sem komu að þessum verkefnum.

Blábjörg við Djúpavog friðlýst

Mynd tekin af vefnum umhverfisraduneyti.is: við Blábjörg.Umhverfis- og auðlindaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, staðfesti í gær friðlýsingu náttúruvættisins Blábjarga á Berufjarðarströnd í Djúpavogshreppi. Björgin, sem eru í landi Fagrahvamms, eru all sérstæð fyrir grænleitan blæ sem rekja má til klórítsteindar sem myndaðist við ummyndun bergsins. Sjá nánar frétt á vef Umhverfis og auðlindaráðuneytisins

Hreindýrin og umferðin í skammdeginu

HreindýrÞegar skammdegið leggst yfir og allra veðra er von eykst hættan á að hreindýr þvælist fyrir faratækjum á vegum. Eins og sést á súluritinu ( súlurit hér )  eru nóvember , desember og janúar hættulegustu mánuðirnir.
Hættulegustu staðirnir um þessar mundir eru suðausturland, einkum í nágrenni Flateyjar á Mýrum (um 200 dýr), á Fagradal (a.m.k. 164) og á Háreksstaða-  (um 300) og Vopnafjarðarleið (a.m.k.um 100).  
Áréttað skal að mögulega geta menn keyrt fram á hreindýr á öllu svæðinu frá Breiðamerkurlóni og norður að Melrakkasléttu.
Meðfyljgandi eru myndir af hjörðinni á Fagradal, Fljótsdalsheiði og við Háreksstaðaleið á Jökuldalsheiði

 

Lesa meira

Silkitoppa (Bombycilla garrulus)

Silkitoppa - ljósmynd fengin af vefnum www.fuglar.isTvær Silkitoppur sáust við bæinn Hof í Norðfjarðarsveit  sunnudaginn 28. október síðastliðinn. Silkitoppur verpa í barrskógum Skandinavíu, Rússlands og Kanada. Fuglarnir eru félagslyndir, oft gæfir og Þekktir fyrir að leggjast í flakk ef fæðuframboð er lítið. Þær sjást nær árlega á Íslandi en mis mikið milli ára. Gott ráð til að hæna silkitoppur að sér er að bjóða þeim upp á epli.

Lesa meira

Hreindýr á vegum hættuleg svæði uppfært

Undanfarin ár hefur hættan á árekstrum við hreindýr að hausti verið mest á suðausturlandi; Suðursveit, Mýrum, Nesjum og Lóni. Einnig geta hópar verið á hlaupum við Háreksstaðaleið (frá Jökuldal norður í Langadal).  
Á Fagradal milli Reyðarfjarðar og Egilsstaða er nokkuð stór hópur hreindýra á ferðinni um þessar mundir.
Mikilvægt er að vegfarendur geri sér grein fyrir að hreindýrin geta þvælst víðar um vegi Austurlands.

Hér til hægri á forsíðunni er linkur in á Hreindýr á vegum, hættuleg svæði.

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir