Blábjörg við Djúpavog friðlýst
Umhverfis- og auðlindaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, staðfesti í gær friðlýsingu náttúruvættisins Blábjarga á Berufjarðarströnd í Djúpavogshreppi. Björgin, sem eru í landi Fagrahvamms, eru all sérstæð fyrir grænleitan blæ sem rekja má til klórítsteindar sem myndaðist við ummyndun bergsins. Sjá nánar frétt á vef Umhverfis og auðlindaráðuneytisins