Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Jólakveðja

Jólakveðja 2009Starfsfólk Náttúrustofu Austurlands sendir sínar bestu jóla og nýárskveðjur

með þökk fyrir samskiptin á liðnu ári. (smellið á myndina)

Powerpoint kynning um hagagöngu hreindýra

Inn á vefinn hefur verið sett Powerpoint kynning um rannsókn á hagagöngu hreindýra með hjálp
GPS-staðsetningatækja 2009-2012

Með því að smella hér komist þið beint inn á kynninguna.

Hreindýr á Fljótsdalsheiði

Hreindýr á FljótsdalsheiðiHreindýr voru heimsótt á Fljótsdalsheiði 21. nóvember. Um 130 dýra hópur var við Teigsbjargsveg. Þar í voru 16 fullorðnir tarfar sem telst nokkuð hátt hlutfall. Um 70 kálfar voru á hverjar 100 kýr sem er líka hátt en skýringinn eru veiðarnar í haust.

 

 

Lesa meira

Fylgstu með ferðum hreindýra - Allar kýrnar saman

Hér getur þú borið saman ferla ellefu hreinkúa sem hafa verið með senditæki. Fyrstu fimm kýrnar fengu hálsól með GPS sendi í febrúar og mars 2009 . Síðustu kýrnar hættu að senda í apríl og júní 2011. Alls hafa 12 kýr borið senditæki.

Vinstra megin er hægt að kveikja og slökkva á mismunandi dýrum og jafnframt skoða ferðir þeirra eftir mánuðum með því að haka í kassana. Hægt er að smella á möppu viðkomandi dýrs til að opna og loka möppunni. Undirlagi kortsins má breyta með því að smella á mismunandi hnappa efst til hægri á kortinu sjálfu. Þá er hægt að ferðast að og frá með músarhjólinu.

{mosmap kml[0]='http://www.na.is/images/stories/KML/ana_linur.kml'|kml[1]='http://www.na.is/images/stories/KML/axa_linur.kml'|centerlat='65.2'|centerlon='-14.9'|zoom='8'|kml[2]='http://www.na.is/images/stories/KML/ranga_linur.kml'|kml[3]='http://www.na.is/images/stories/KML/hlidarenda_linur.kml'|kml[4]='http://www.na.is/images/stories/KML/stina_linur.kml'|kml[5]='http://www.na.is/images/stories/KML/asa_linur.kml'|kml[6]='http://www.na.is/images/stories/KML/grima_linur.kml'|kml[7]='http://www.na.is/images/stories/KML/hauga_linur.kml'|kml[8]='http://www.na.is/images/stories/KML/heida_linur.kml'|kml[9]='http://www.na.is/images/stories/KML/hnefla_linur.kml'|kml[10]='http://www.na.is/images/stories/KML/melrakka_linur.kml'|kml[11]='http://www.na.is/images/stories/KML/ana_linur.kml'}

Rannsóknir á hagagöngu hreindýra eru unnar í samvinnu við Landbúnaðarháskóla Íslands og styrktar af Landsvirkjun.


Fræðsluerindi Náttúrustofa: Fuglalíf á votlendissvæðum Skagafjarðar

Fræðsluerindi frá Nátturustofu Nordurlands vestra Fimmtudaginn 26. nóvember, kl. 12:15 - 12:45, flytur Þórdís Vilhelmína Bragadóttir, líffræðingur á Náttúrustofu Norðurlands vestra, erindi sitt: Fuglalíf á votlendissvæðum Skagafjarðar.

Nánar má lesa um fræðsluerindi Náttúrustofa og á hvaða stöðum hægt er að fylgjast með þeim með því að smella á auglýsinguna hér til hliðar.

Merktur kálfur við Hölkná

Merktur kálfurÞann 18. september var merktur kálfur rétt innan Kárahnjúkavegs við Hölkná. Ekki var tekið eftir honum á staðnum heldur uppgötvaðist hann á myndum sex vikum seinna. Hann var merktur neðan við Svartöldu utan Laugarár þann 17. maí. Ekki var fyllilega ljóst hvort kýrin tók hann í sátt eftir merkinguna og því gleðilegt að geta staðfest það.

Lesa meira

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir