Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Af vængjum og vinningshafa

2020 12 08 gaesavaengjautdratturKæru gæsaveiðimenn og -konur og annað áhugafólk um gæsir, og fugla almennt. Við auglýstum leik í tengslum við vængjasöfnunarverkefnið okkar. Nú er búið að draga út heppinn vinningshafa, Stefán Kristmannson, sem hlaut í verðlaun 20.000 kr gjafabréf í Veiðiflugunni (@veidiflugan). Vængjasöfnunin gekk ágætlega hjá okkur í ár en alls söfnuðust nærri 1000 gæsavængir. Við stefnum að því að halda söfnuninni áfram á næsta ári og hvetjum veiðifólk til að hafa okkur í huga.
Eins viljum við vekja athygli á því að við ásamt Náttúrustofu Norðausturlands og Náttúrustofu Suðvesturlands stöndum núna að aldursgreiningaátaki á svartfugli og viljum gjarnan fá að skoða afla veiðimanna. Ef að þið sjáið ykkur fært að leyfa okkur að koma og kíkja á fuglana hjá ykkur væri það þegið með þökkum. Sendið okkur endilega skilaboð.
Svo minnum við alla á rjúpnavængjasöfnun Náttúrufræðistofnunar Íslands og hvetjum alla til að senda inn vængi. Við bjóðum upp á að veiðimenn geti skilað þeim til okkar í Neskaupstað eða á Egilsstöðum og við komum þeim áfram til Náttúrufræðistofnunnar.

Náttúrurannsóknir - Skemmtileg blanda útivistar og úrvinnslu

Viltuvinnamedokkur2020

Okkur vantar öflugan liðsfélaga með brennandi áhuga á náttúrufari.
Viðfangsefni okkar eru fjölbreytt og á ólíkum sviðum náttúrurannsókna. Við stundum m.a. rannsóknir og vöktun á hreindýrastofninum, fuglum, gróðri og lífríki í ám og sjó. Störfin eru góð blanda af útivist og úrvinnslu. Verkefni geta verið t.d. verkefnastjórn og þróun nýrra verkefna, rannsóknir á vettvangi, greiningar, kortagerð, gerð vefsjáa og fræðsluefnis, allt í takt við sérsvið umsækjenda. Á litlum vinnustað hjálpast allir að við ólík verkefni.


Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólapróf í náttúrufræðum, landupplýsingatækni eða á sambærilegum sviðum
• Framhaldsmenntun er kostur
• Frumkvæði og faglegur metnaður
• Geta til þátttöku í skemmri vettvangsferðum fjarri heimili
• Líkamlegur styrkur til lengri gönguferða með byrði
• Góð íslensku – og enskukunnátta
• Góð þekking á greiningu og framsetningu gagna
• Færni í mannlegum samskiptum
• Vilji til að ganga í ólík störf

 Um er að ræða 100% starf eða eftir samkomulagi. Laun eru samkvæmt stofnanasamningi Náttúrustofu Austurlands við FÍN eða hlutaðeigandi stéttarfélag.  Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Ráðið er tímabundið í eitt ár með möguleika á framlengingu.
Upplýsingar veitir Kristín Ágústsdóttir forstöðumaður (s: 477-1774 eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.). Umsókn með ferilskrá, meðmælum og bréfi þar sem fram komi hvers vegna umsækjandi vill starfa á Náttúrustofu Austurlands, hvað hann hefur fram að færa og hvaða verkefni hann brennur fyrir sendist til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Umsóknarfrestur er til og með 10. desember n.k.

 

Válistaplöntur

sursmaeraNáttúrufræðistofnun Íslands vaktar plöntur, fugla og spendýr á válista um allt land. Pawel Wasowicz, grasafræðingur hjá NÍ, hefur sl. tvö sumur farið um austurhluta landsins að staðfesta skráða fundarstaði æðplantna á válista og hefur starfsmaður Náttúrustofunnar slegist með í för. Skráningar vaxtarstaða eru í sumum tilvikum margra ára gamlar og ónákvæmar svo stundum finnast tegundirnar ekki þrátt fyrir mikla leit. Þess vegna verður enn ánægjulegra þegar leitin ber árangur. Síðastliðið sumar fundust m.a. tegundirnar ljósalyng (Andromeda polifolia), súrsmæra (Oxalis acetosella), klettaburkni (Asplenium viride) og svartburkni (Asplenium trichomanes) og voru vaxtarstaðir þeirra hnitsettir og ástand plantnanna metið.
Válisti æðplantna er byggður á alþjóðlegu kerfi IUCN og hann má sjá heimasíðu NÍ .

 klettaburknisvartburkni ljosalyng

Fréttir af gæsum

2018 06 17 14.57.38a.jpgaSumarið 2017 setti Náttúrustofa Austurlands senditæki á fimm heiðagæsir á Vesturöræfum, síðan hafa orðið afföll. Gæsirnar fjórar sem enn voru með virka senda þegar þær flugu á vetrarstöðvar í Bretlandi nú í september dvöldu sumarlangt á hefðbundnum slóðum á Snæfells- og Brúaröræfum sumarið 2020 og náðu trúlega að koma upp ungum.
Þær stöllur flugu hver af annarri til Bretlands dagana 15., 18., 21. og 23. til september sl. Spennandi verður að sjá hvort sendarnir virki þar til gæsirnar okkar skila sér heim næsta vor.

Dagana 17. og 18. október voru heiðagæsir taldar á vetrarstöðvum þeirra. Gengið var úr skugga um hvort einhverjar væri ófarnar frá Íslandi og kom í ljós að nokkrar voru á Fljótsdalshéraði eða 242 fuglar. Þá flugu starfsmenn Náttúrustofu Austurlands vítt og breitt um heiðar Austurlands í leit að hreindýrum frá 10. til 15. október og urði hvergi varir við heiðagæsir

Langflestar grágæsir eru einnig farnar frá Austurlandi venju samkvæmt þar sem um 80% þeirra fara um miðjan október ár hvert.

 

Kortafgoogleearth    Kort af google

Náttúrustofan óskar eftir gæsavængjum frá veiðimönnum

GæsirNáttúrustofa Austurlands leitar til áhugafólks um gæsir, veiðar og rannsóknir og óskar eftir að fá innsenda vængi af veiddum gæsum eða greiningarhæfar myndir af vængjum og afla.

Náttúrustofa Austurlands (NA) hefur um langt skeið tekið þátt í rannsóknum á gæsum og leiðir nú vöktun á íslenska grágæsastofninum samkvæmt samningi við Umhverfisstofnun. Verkefnið er til þriggja (2020-2022) ára og er unnið í samvinnu við Náttúrufræðistofnun Íslands og styrkt með fjármunum vegna sölu veiðikorta. Byggt er á vöktunaráætlun sem var samþykkt af Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Umhverfisstofnun og samráðsnefnd um sjálfbærar veiðar sem m.a. í eiga sæti fulltrúar Skotvís. Lögð er sérstök áhersla á vöktun grágæsar vegna óvissrar stöðu stofnsins en vöktunin nær einnig til annara gæsategunda.

 VVængur á gæsöktun grágæsar er þríþætt:

- Talning hér á landi í nóvember samhliða talningum á vetrastöðvum á Bretlandseyjum.

- Talningar og mælingar á aldursamsetningu auk mælinga á fjölskyldustærðum síðsumars og að hausti.

- Aldurssamsetning afla með greiningu á vængjum.

 

Með því að mæla samhliða aldurshlutföll í hópum hér á landi (sem ekki hefur verið gert áður og bera saman hliðstæð gögn frá vetrarstöðum og ungahlutfall í veiði er vonast til að fá betri upplýsingar um varpárangur og ungaframleiðslu stofnsins og samband þessara þátta innbyrðis..

Við leitum því til veiðimanna og óskum eftir að fá gæsavængi eða myndir af þeim, þ.e. nærmynd af væng tekið ofan frá fyrir hverja gæs auk myndar af heildarafla (hópmynd) eftir hverja veiðiferð. Mikilvægt er að kviður hverrar gæsar vísi upp og sjáist vel.
Með myndum og vængjum skal fylgja veiðidagsetning og eins nákvæm staðsetning og veiðimenn vilja gefa upp.

Gagnasettið verður öllum opið, þó með þeim takmörkunum að nafn veiðimanns og nákvæm veiðistaðsetning verða ekki gefin upp.
Myndir má senda á vefpóstfang náttúrustofunnar na(hjá)na.is einnig er hægt að hafa samband við okkur í gegnum facebook síðu stofunnar.
Vængi má senda inn með Landfluttningum eða Eimskip á

Náttúrustofu Austurlands
Mýrargötu 10
740 Neskaupstaður

Náttúrustofan greiðir fyrir sendingakostnað.

Einnig má koma með vængi á skrifstofur stofunnar á Egilsstöðum og í Neskaupsstað.

Ef þið hafið einhverjar spurningar, þá hikið ekki við að hafa samband.

 

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir