Af vængjum og vinningshafa
Kæru gæsaveiðimenn og -konur og annað áhugafólk um gæsir, og fugla almennt. Við auglýstum leik í tengslum við vængjasöfnunarverkefnið okkar. Nú er búið að draga út heppinn vinningshafa, Stefán Kristmannson, sem hlaut í verðlaun 20.000 kr gjafabréf í Veiðiflugunni (@veidiflugan). Vængjasöfnunin gekk ágætlega hjá okkur í ár en alls söfnuðust nærri 1000 gæsavængir. Við stefnum að því að halda söfnuninni áfram á næsta ári og hvetjum veiðifólk til að hafa okkur í huga.
Eins viljum við vekja athygli á því að við ásamt Náttúrustofu Norðausturlands og Náttúrustofu Suðvesturlands stöndum núna að aldursgreiningaátaki á svartfugli og viljum gjarnan fá að skoða afla veiðimanna. Ef að þið sjáið ykkur fært að leyfa okkur að koma og kíkja á fuglana hjá ykkur væri það þegið með þökkum. Sendið okkur endilega skilaboð.
Svo minnum við alla á rjúpnavængjasöfnun Náttúrufræðistofnunar Íslands og hvetjum alla til að senda inn vængi. Við bjóðum upp á að veiðimenn geti skilað þeim til okkar í Neskaupstað eða á Egilsstöðum og við komum þeim áfram til Náttúrufræðistofnunnar.
Tags: gæsr, vængir, vængjöfnun, vængjasöfnunarverkefni, veiði, veiðifólk, veiðimenn, afli, svartfugl, fugl