Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Velskur jaðrakan í Hjaltastaðaþinghá

jadrakanÞað er alltaf spennandi að sjá merkta fugla. Í júní sl. sá starfsmaður Náttúrustofunnar litmerktan jaðrakan (Limosa limosa) við Tjarnarland í Hjaltastaðaþinghá. Í ljós kom að hann hafði verið merktur í Bangor Harbour í Wales þann 28.janúar 2024 ásamt fleiri fuglum. Að sögn merkjanda var þetta  fyrsta tilkynningin frá Íslandi, um fuglana sem þeir merktu.  Jaðrakaninn stoppaði þó ekki lengi hér og var strax í lok júlí komin aftur til Bretlands, en hann sást þá í Cheshire, ríflega 100 km frá merkingarstað.


Jaðrakanar hafa breiðst mjög um landið undanfarna áratugi. Þeir eru láglendisfuglar sem verpa einkum í votlendi og sækja mikið í graslendi. Eins og kemur fram í ársskýrslu Náttúrustofu a Austurlands frá 2023 hefur verið fylgst með þéttleika jaðrakans í mófuglatalningum á nokkrum stöðum á Héraði um áratugaskeið. Að meðaltali sáust 11 fuglar á ferkílómeter (m.v. lágmarksþéttleika) á tímabilinu 2009-2023 á öllum svæðum, minnst 6 fuglar og mest 17 fuglar. Þéttleiki hefur minnkað marktækt á tímabilinu.
Nánar má lesa um jaðrakana á vef Náttúrufræðistofnunar.

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir