Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Heiðagæsirnar spóka sig nú í Bretlandi

KristínÍ lok júlí sl. setti Náttúrustofa Austurlands í samvinnu við Verkís og WWT (Wildfowl and Wetland Trust) GPS senditæki á fimm heiðagæsir í sárum á Vesturöræfum. Megin tilgangurinn var að skrásetja ferðir og landnýtingu gæsanna með nákvæmari hætti en áður hefur verið gert. Þær senda nú frá sér upplýsingar um staðsetningu daglega.
Gæsirnar fimm voru allt kvenfuglar sem fengu nöfnin; Kristín, Rán, Áslaug, Guðrún og Erlín/Elín. Eftir að þær urðu aftur fleygar var hægt að fylgjast með þeim yfirgefa merkingasvæðið fyrir utan Rán sem hætti að senda merki frá sér í byrjun ágúst. Gæsirnar fjórar sem sendu frá sér staðsetningar yfirgáfu Ísland um miðjan september og dvelja nú á vetrarstöðvunum á Bretlandseyjum. Lengi vel var óttast að Rán hefði drepist skömmu eftir merkingu en svo bárust þær gleðifréttir frá vinum okkar í Bretlandi að hún hefði sést hress og kát þann 29. október við Lytham Ross. Þær Kristín og Guðrún halda sig í nágrenni við Liverpool en Áslaug og Erlín/Elín eru í Skotlandi við Dundee og Aberdeen.

Lesa meira

Helsingjanef ( Lepas sp)

2017 helsingjanef duflStarfsmenn Náttúrustofu Austurlands fengu sendar myndir af helsingjanefjum (Lepas sp) sem voru föst neðan á dufli en það hafði rekið á land í Húsavík sem er milli Loðmundafjarðar og Borgarfjarðar Eystri. Duflið losnaði upp 370 sjómílur austur af Charleston í Suður Karolínu í mars árið 2016 og er hluti af DART (Deep-ocean Assessment and Reporting of Tsunamis) rannsóknarduflaneti NOAA sem rannsakar skjálftaflóðbylgjur.
Helsingjanef eru krabbadýr sem tilheyra ættbálki skelskúfa (Cirripedia) og eru skyldir hrúðurkörlum sem algengir eru í fjörum landsins. Þessi sérkennilegu krabbadýr lifa ekki við strendur Íslands en rekur oft hingað með ýmsum hlutum sem þeir hafa fest sig við með löngum vöðvafestum. Fyrr á öldum voru helsingjar og margæsir taldir koma úr helsingjanefjum því þessir fuglar birtust allt í einu að vori og hurfu jafn snögglega og sáust ekki aftur fyrr en að hausti. Sennilega hefur rekaviður með helsingjanefjum fundist um svipað leyti og fuglarnir sáust og fólk talið að þarna væri skýringin af þessum dularfullu fuglum en helsingjnef þykja líkjast nefi þessara fugla.

Lesa meira

Flundran komin í Norðfjarðará til að vera

2017 Flundra Á liðnu sumri hafa veiðimenn og aðrir áhugamenn um lífið í Norðfjarðará tekið eftir flatfiskum af og til í ánni og Leirunni. Óttuðust menn að þar væri komin flundra (Platichthys flesus) sem er nýlegur landnemi við Ísland og skilgreind sem framandi tegund. Fyrsti staðfesti fundur flundru var í Ölfusá árið 1999. Tegundin hefur síðan breiðst hratt út og hefur veiðst í sjó og árósum, sérstaklega á Suður- og Vesturlandi. Fram til þessa er vitað til að hún hafi veiðst allt frá sunnanverðum Austfjörðum og suður um til Fljótavíkur á Tröllaskaga. Í byrjun september náðust 8 flatfiskar við útfallið úr Leirunni í Neskaupstað og voru þeir sendir til Hafrannsóknastofnunar á Selfossi til greiningar. Staðfest var að fiskarnir væru flundra og að líklega er þetta fyrsti staðfesti fundur hennar í Norðfjarðará og nyrsti fundarstaðurinn á Austfjörðum. Við frekari athuganir á fiskunum kom í ljós að allt voru þetta hrygnur og sex þeirra voru kynþroska og í mögum þeirra fundust fyrst og fremst marflær. Í umsögn Hafrannsóknastofnunar segir um fiskana: „Þó svo að holdafar flundranna úr Norðfjarðará hafi verið í tæpu meðallagi er ekki annað að sjá en skilyrði hafi verið góð fyrir þær í árósnum. Flundrurnar voru stórar og virðast hafa vaxið vel sem ungviði. Þó svo að meirihluti fiskanna hafi verið með tóman maga þarf það ekki að þýða að þær hafi liðið nokkurn fæðuskort. Margt er enn á huldu er varðar lífsferil og útbreiðslu flundrunnar á Íslandi og ýmsir þættir er varða samkeppni við aðrar fisktegundir lítið þekktir. Vitað er að flundran er í samkeppni við laxfiska sem nýta árósa til fæðunáms og þá sérstaklega við bleikju og urriða. Þó svo að tegundin hafi ýmis einkenni ágengra tegunda (hröð útbreiðsla og hröð fjölgun í fyrstu) þá er engin þekkt leið til að sporna við útbreiðslu hennar. Líklegt er að flundran sé komin til að vera í Norðfirði og þess vegna best að líta á hana sem hluta af vistkerfi fjarðarins“.
Myndin af flundrunni er af gömlu heimasíðu Veiðimálastofnunar.

Náttúrufræðileg úttekt á Skúmey

skumeyNú í sumar tók Náttúrustofa Austurlands þátt í fjórum leiðöngrum í Skúmey á Breiðamerkurlóni undir stjórn Náttúrustofu Suðausturlands auk fulltrúa frá Vatnajökulsþjóðgarði og Fuglaathugunarstöðvarinnar á Suðausturlandi. Tilgangurinn var náttúrufræðileg úttekt á eynni en ekki hvað síst að slá tölu á helsingjahreiður en stórt helsingjavarp var í Skúmey í vor. Hlutverk Náttúrustofu Austurlands var að koma þar af stað gróðurvöktun.

Lesa meira

Samnorrænt verkefni um smitsjúkdóma

Náttúrustofan tekur nú þátt í stóru norrænu verkefni um smitsjúkdóma og heilbrigði hreindýra á norðurslóðum, einkum í ljósi hnatthlýnunar. Arctic University of Norway leiðir verkefnið en auk þeirra taka Norwegian Veterinary Institute, Norwegian Institute of Nature Research og Northern Research Institute þátt í því. Það tengist líka verkefni (Climate-change effects on the epidemiology of infectious diseases and the impacts on Northern Societies ) við Umeå University.

Morten Tryland leiðir vinnuna hér á landi sem einungis er möguleg í góðu samstarfi við leiðsögumenn með hreindýraveiðum. Þau munu kynna verkefnið og helstu smitsjúkdóma fyrir stjórn leiðsögumanna með hreindýraveiðum og fleirum áður en þau hverfa suður á bóginn. Ráðgert er að endurtaka leikinn að hausti.

Lesa meira

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir