Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Riða í hreindýrum

HreindýrHjartarriða ( e: Chronic Wasting Disease )var fyrst greind í villtu hreindýri í Noregi sl. vor og þar með í fyrsta skiptið í Evrópu.  Stuttu síðar greindust þar tveir elgir með hjartarriðu. Þessi þrjú dýr voru að segja má greind tilviljunarkennt en í framhaldi voru skipulagðar viðamiklar sýnatökur í hjartardýrum á veiðitíma sl. haust til að kortleggja sjúkdóminn í Noregi. Í þeim sýnatökum fundust tvö sýkt hreindýr til viðbótar af alls 699 hreindýrum sem voru prófuð fyrir riðu. Ekki fundist fleiri sýktir elgir, né hirtir eða dádýr. Í framhaldi af þessum tíðindum frá Noregi var ákveðið hjá MAST að fá sýni úr íslenskum  hreindýrum til að skima eftir riðu. Í  haust tók hreindýrasérfræðingur Náttúrustofu Austurlands sýni úr heila 15 dýra fyrir Sigrúnu Bjarnadóttur hjá Matvælastofnun. Niðurstöður liggja nú fyrir og er það gleðiefni að riða fannst ekki í þessum sýnum.
Sjá frétt MBL um málið.Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir