Jólakveðja
Jólakveðja frá starfsfólki Náttúrustofu Austurlands.
Smellið á myndina til að stækka.
Jólakveðja frá starfsfólki Náttúrustofu Austurlands.
Smellið á myndina til að stækka.
Ríflega 60 manns mættu á Aðventustund fjölskyldunnar í Safnahúsinu í Neskaupstað síðastliðið fimmtudagskvöld, þrátt fyrir að úrhelli og rok væri úti og kannski ekki stemming fyrir miðbæjarrölti eins og ráð var gert fyrir. Auk spurningaleiksins á Náttúrugripasafninu skemmtu Félag harmonikkuunnenda á Norðfirði, Nemendur úr listaakademíu VA og sönghópurinn Fönn gestum og gangandi.
Spurningakeppni Náttúrustofunnar vakti lukku og hefur verið dregið úr réttum svörum. Lilja Hulda Auðunsdóttir var fengin til að vera hlutlaus aðili í úrdrættinum. Fjórir vinningar voru veittir fyrir rétt svör, fyrsta vinnig hlaut Haraldur Einar og fékk hann Fuglafár sem er nýtt íslenskt fuglaspil sem henntar fyrir alla fjölskylduna. 2-4 vinning hlutu Einar Leó , Lilja Guðný og Ýmir Eysteinsson en þau fengu bókina Væri ég fuglinn frjáls, fyrstu skrefin í fuglaskoðun.
Náttúrustofa Austurlands og Safnahúsið í Neskaupstað í samvinnu við fyrirtækin í bænum bjóða gestum og gangandi í Aðventustund í Neskaupstað.
Fimmtudaginn 15. desember verða eftirtalin fyrirtæki með lengri opnunartíma, kertaljós og notalegheit:
Nesbær kaffihús (opið til kl 22.30)
Gallerí Hár (opið til kl 21.00)
PAN (opið til kl 21.00)
Hársnyrtistofa Sveinlaugar (opið til kl 21.00)
Steinninn nytjamarkaður (opið 18.00 - 21.00)
Verslunin Kristal (opið til kl 22.00)
Þann 24. október 2016, þriðja vetrardag veitti starfsmaður NA lítilli plöntu athygli sem var í blóma í um 200 m h.y.s. á Norður-Héraði. Ekki er algengt að sjá plöntur með blómum svo seint á árinu og sérstaklega ekki þegar kominn er vetur og í þessari hæð. En eindæma veðurblíða hefur verið víða um land þetta haustið og fátt sem minnir á að veturinn sé genginn í garð.
Eftir talsverðar vangaveltur var niðurstaðan sú að um vorperlu (Draba verna) væri að ræða sem hefur takmarkaða útbreiðslu á Íslandi. Þá var hún staðfest í nýjum reit. Á vef Flóru Íslands má lesa meira um vorperlu.
Nú í haust hafa mjallhegri (Egretta alba), bjarthegri (Egretta garzetta) og kúhegri (Bubulcus ibis) sést á Íslandi. Mjallhegrinn sem er stærstur þessara þriggja sást á Hellnum á Snæfellsnesi (sá 5. fyrir landið) en hinir tveir m.a. hér eystra.
Kúhegra, þann 9. fyrir landið sá Sólveig Sigurðardóttir við Hánefsstaði í Seyðisfirði þann 18. október eftir að heimilisfólkið þar lét hana vita. Náttúrustofan heimsótti hegrann 29. október og fylgir myndband tekið í þeirri heimsókn með því að smella hér, og hér. Annar kúhegri sást um svipað leyti. Snæþór Vernharðsson frétti af honum 21. október. Hann kom í land á Dalvík með skipinu Björgúlfi. Snæþór hafði milligöngu um þessar upplýsingar og fékk leyfi fyrir birtingu myndar sem hér fylgir með.
Í það minnsta 10 bjarthegrar hafa sést á Íslandi nú í haust og þ.a. tveir á Hornafirði, einn á Stöðvarfirði og einn í Neskaupstað.
Náttúrustofa Austurlands hefur síðastliðinn áratug verið með bókasafn stofunnar skráð sem safndeild í Rannsóknabókasafni Þekkingarnets Austurlands og síðar Austurbrúar.
Nú hefur það safn verið lagt niður og hefur safndeild Náttúrustofu Austurland sem hefur að geyma tæplega 1500 bækur/tímarit verið færð undir Bókasafn Neskaupstaðar. Bókakosturinn er eins og áður geymdur í húsakynnum Náttúrustofu Austurlands í Neskaupstað og á Egilsstöðum og því er einungis um rafrænan flutning að ræða innan Landskerfis bókasafna.