Skötuormur (Lepidurus arcticus)
Starfsmaður Náttúrustofu Austurlands varð var við skötuorma í tjörnum við Eyjafell á Eyjabakkasvæðinu og voru þeir þar í miklum þéttleika. Einnig hefur Stofunni verið tilkynnt um þá í vötnum á Teigarselsheiði. Skötuormurinn er stærsta krabbadýrið sem lifir í ferskvatni hér á landi og eina tegundin í hópi barðskjöldunga (Notostraca). Lesa má meira um skötuorm á veggspjaldi Náttúrustofu Vestfjarða.