Við leitum að ábyrgum, jákvæðum og drífandi náttúrufræðingum eða náttúrufræðinemum til að taka þátt í sumarverkefnunum með okkur. M.a. að sinna mælingum á flæði gróðurhúsalofttegunda og aðstoða við rannsóknir á gróðri og fuglum. Viðvera á Austurlandi á meðan á ráðningu stendur er skilyrði og mikilvægt er að viðkomandi sé með bílpróf. Mögulegt er að starfið geti teygst fram á haustið ef það hentar viðkomandi.
Umsókn með ítarlegri ferilskrá, meðmælum og bréfi þar sem fram kemur hvers vegna sótt er um starfið sendist á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með fyrirsögninni: Sumarstarf 2025. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknafrestur til 5.mars 2025.
Frekari upplýsingar veitir Kristín Ágústsdóttir forstöðumaður (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.).
Við leitum að öflugum náttúrufræðingum til að sinna rannsóknum á fuglum, gróðri sem og öðrum náttúrufarsrannsóknum. Störfin eru fjölbreytt og felast m.a. í mótun vöktunar og rannsókna bæði smærri og stærri verkefna, rannsóknum á vettvangi, greiningu gagna og skýrslugerð. Auk rannsókna á sérsviði mun viðkomandi taka þátt í öðrum verkefnum, bæði vettvangsvinnu og úrvinnslu. Um er að ræða 100% starf eða eftir samkomulagi. Laun eru samkvæmt stofnanasamningi Náttúrustofu Austurlands við FÍN. Ráðið er tímabundið í eitt ár til reynslu en gert er ráð fyrir að um framtíðastarf sé að ræða. Búseta á Austurlandi er skilyrði. Gert er ráð fyrir að ráða í fleiri en eitt starf. Umsóknir geta gilt í tólf mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Helstu verkefni og ábyrgð Að hanna og stýra bæði stærri og smærri rannsóknum á fuglum eða gróðri, vistfræði og mögulega öðrum tilfallandi rannsóknum á náttúrufari. Starfið innifelur vinnu á vettvangi, úrvinnslu og skýrsluskrif. Menntunar- og hæfniskröfur Meistaragráða í náttúrufræðum, t.d á sviði fugla, gróðurs eða vistfræði Færni í greiningu og framsetningu gagna, t.d. í landupplýsingakerfum, R eða sambærilegum forritum Færni í skýrsluskrifum Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður Færni í mannlegum samskiptum Geta til þátttöku í lengri vettvangsferðum fjarri heimili Vilji til að ganga í ólík störf Mjög góð íslensku – og enskukunnátta nauðsynleg. Ökupróf Starfsreynsla á fagsviði er æskileg Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst Frekari upplýsingar veitir Kristín Ágústsdóttir forstöðumaður (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.). Umsókn með ferilskrá, meðmælum og bréfi þar sem fram kemur hvers vegna sótt er um starfið sendist á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með fyrirsögninni: Starfsumsókn 2025. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Nýlega birtist grein í vísindaritinu NeoBiota þar sem fjallað er um útbreiðslu og áhrif stafafuru (Pinus contorta) í Steinadal. Pawel Wasowicz, grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, leiddi rannsóknina og meðhöfundar eru Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í grasafræði og Guðrún Óskarsdóttir, gróðurvistfræðingur hjá Náttúrustofunni.
Greinin fjallar um útbreiðslu stafafuru frá gróðursetningu hennar í Steinadal um miðja síðustu öld og breytingar á árunum 2010–2021. Fjöldi og þéttleiki trjáa jukust með veldisvexti, og útbreiðslusvæðið tífaldaðist á þessum ellefu árum. Stafafura hafði sáð sér í fjölbreytt gróðurlendi, og niðurstöður gróðurmælinga bentu til rýrnunar á fjölda og fjölbreytni æðplöntutegunda með tilkomu hennar. Rannsóknin leiðir í ljós að stafafura sýnir einkenni ágengra tegunda í Steinadal og gæti haft sambærileg áhrif víða á láglendi Íslands.
Dagana 21. og 22. janúar var haldið námskeið um gervigreindartækni í Neskaupstað, undir leiðsögn Sverris Heiðars Davíðssonar frá Javelin.
Á námskeiðinu fengu þátttakendur innsýn í hvernig hægt er að nýta gervigreind til að einfalda vinnu, auka skilvirkni og efla samskipti. Kennd voru hagnýt atriði, svo sem hvernig hægt er að spyrja ChatGPT spurninga á árangursríkan hátt og nýta sér tæknina í daglegum störfum.
Samtals 20 manns sátu námskeiðið, þar af 10 starfsmenn Náttúrustofu Austurlands. Auk þess voru þátttakendur frá öðrum fyrirtækjum og á eigin vegum, allir það að markmiði að kynna sér notagildi gervigreindar í starfi og daglegu lífi.
Þátttakendur lýstu yfir ánægju sinni með námskeiðið og sögðust sjá fjölmarga möguleika á að nýta sér gervigreind í störfum sínum í framtíðinni.