Búrgæra (Trogoderma angustum) í Neskaupstað
Í vikunni barst okkar skordýr til greiningar. Það reyndist vera svokölluð búrgæra sem er lítil bjalla (um 3,5 mm) af gærubjallnaætt.
Á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands er fjallað um búrgæru og þar segir að hún sé upprunnin frá S-Ameríku og hafi dreifst þaðan sem meindýr til flestra heimsálfa. Hún fannst fyrst á Íslandi í Reykjavík árið 1982 og hefur síðan þá drefist hægt út á land. Eini skráði fundarstaður á Austurlandi er á Eskifirði þar sem hún fannst árið 2013 og nú í Neskaupstað.
Á Íslandi lifir búrgæra eingöngu innanhúss og fullorðnar bjöllur eru á stjá allt árið en oftast flestar frá mars og fram undir mitt sumar. Fullorðnar lirfur nærast ekki en brenna fituforða frá lirfustigi. Lirfurnar nærast á fæðu sem getur verið bæði plöntu- og dýrakyns. Því sækir lirfan í matvöru en getur líka lagt textílvörur og uppstoppuð dýr sér til matar.