Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Jólakveðja

JólakveðjaJólakveðja frá starfsfólki Náttúrustofu Austurlands.
  smellið á myndina til að stækka.

Í Berufirði

Botnsýnataka í BerufirðiStarfsmenn Náttúrustofu Austurlands fóru í síðastliðinni viku  í Berufjörð og tóku sjó- og botnsýni við fiskeldi þar. Skipstjóri ferðarinnar og eigandi bátsins var Brynjólfur Einarsson. Sjósýni voru tekin á flöskur en botnsýni voru tekin með greip sem fest var í línu og látin síga niður á hafsbotn. Við áreksturinn við botninn lokast greipin og þannig fæst sýnishorn af lífi hafsbotnsins og ólífrænu umhverfi þess. Náttúrustofa þakkar Brynjólfi aðstoðina.

 

Fiskeldi í Berufirði

Dularfullir gráir fuglar á Úthéraði

Grátrönupar - ljósmynd Pétur Örn Hjaltason

Í lok ágúst fóru að berast fréttir af því að gráir stórir fuglar sæjust frá vegi út á Eyju á Úthéraði. Fylgdi sögunni að hér væri ekki um gráhegra að ræða. Þrátt fyrir nokkra leit starfsmanna Náttúrustofunnar sáust engir stórir gráir fuglar þar. Það var svo 6. september sem Pétri Erni Hjaltasyni tókst að mynda þá við Gagnstöð og voru þar greinilega tvær grátrönur á ferðinni. Í síðustu skoðunarferðum Náttúrustofumanna leyndu sér ekki slóðir eftir trönurnar á svipuðum slóðum og Pétur hafði myndað þær.

 

 

Lesa meira

Hreindýrahræ undir Ufsum í Selárdal

                                                    

HreindýrahræHræ undir Ufsum í Selárdal – vettvangskönnun 25. september 2015
Skarphéðinn G. Þórisson

Eftir ábendingar frá Eiríki Skjaldarsyni um að hjörð hreindýra hefði farist í Selárdal var hringt í Sigmund Steingrímsson 21.9.2015. Samkvæmt honum voru hræin á Litlu Ufs upp undir Ufsum um 1 km utan við Sauðá. Karl bróðir hans rakst á hauginn þann 18. september. Taldi 17 og þá var eitthvað eftir. Ljóst að þau voru frá í vetur því þau voru ekki þarna í fyrra. Sigmundur ímyndar sér að dýrin hafi hrakist fram af klettum í aftakaveðri og drepist þar í fönn/snjóflóði. Í fyrrahaust var gríðarstór hópur fyrir ofan Hróaldsstaði.

Lesa meira

Vinningsmyndina á Haukur Steinn í 10 bekk Nesskóla

Vinningsmyndin, ljósmynd Haukur Steinn 10.bekk NesskólaHaukur Steinn í 10. bekk Nesskóla átti bestu ljósmyndina í myndasamkeppni Náttúrustofu Austurlands sem haldinn var í tengslum við dag íslenskrar náttúru er þann 16. september s.l.

Við þökkum öllum þeim efnilegu ljósmyndurum sem tóku þátt, en þátttaka í myndaleiknum fór fram úr okkar björtustu vonum. Þegar allt kom til alls voru sendar inn hátt í 100 ljósmyndir af öllu Austurlandi. Efnistök voru mjög fjölbreytileg.

Því miður er Haukur Steinn ekki á Austurlandi í dag og fær því verðlaunin sem eru bókin Lífríki Íslands eftir Snorra Baldursson afhent á mánudaginn.

 

Lesa meira

Gammaygla (Autographa gamma)

Gammaygla (Autographa gamma)Gammayglan er flökkufiðrildi sem á heimkynni í Evrópu og Asíu og flakkar á hverju ári norður á bóginn allt til Íslands og jafnvel norðar .
Á haustdögum fannst eitt slíkt við Kofalæk á Vesturöræfum við Hálslón (meðfylgjandi mynd) sem gæti verið eitt af þeim sem komu til landsins seinnihluta ágústmánaðar þegar vart var einnar slíkrar fiðrildagöngu til landsins samkvæmt upplýsingum Erlings Ólafssonar skordýrafræðings á Náttúrufræðistofnun Íslands.

 

Lesa meira

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir