Dagur hinna villtu blóma á Fljótsdalshéraði 14.júní 2015
Gengið frá bílastæði við Miðhúsaá stutt ofan við Áningastein eftir göngustíg að Fardagafossi. Gufufoss neðar í ánni einnig skoðaður en ekki sást neitt í gullketill Fardagafossskessunnar sem er þar í hylnum. Neðar í gilinu var hrafnslaupur með tveimur ungum en foreldrarnir sátu í birkitré innan ár og mótmæltu veru okkar undir fögrum söng músarrindla.
Gróður var stutt á veg kominn. Sauðamergur í blóma en fátt annað. Ekki var annað séð en að þau þrjú sem mættu nyti ferðarinnar. Lagt af stað kl. 13:00 og komið til baka um kl. 15:30.
Tags: blóm, blómadagurinn, plöntur, gróður