Blómadagurinn
Sunnudaginn 15. júní 2008 stóðu Flóruvinir og Náttúrustofa Austurlands fyrir tveggja tíma gönguferð með ókeypis blómaleiðsögn. Mæting var góð, einnig veðrið og skoðunin hin ánægjulegasta. Farnar voru fjórar ferðir:
Sunnudaginn 15. júní 2008 stóðu Flóruvinir og Náttúrustofa Austurlands fyrir tveggja tíma gönguferð með ókeypis blómaleiðsögn. Mæting var góð, einnig veðrið og skoðunin hin ánægjulegasta. Farnar voru fjórar ferðir:
Dagur hinna viltu blóma eða blómadagurinn eins og hann er oft kallaður var sunnudaginn 14.júní síðastliðinn farið var í skipulagðar skoðanaferðir á þrem stöðum á austurlandi.
Dagur hinna viltu blóma eða blómadagurinn eins og hann er oft kallaður var sunnudaginn 14.júní síðastliðinn farið var í skipulagðar skoðanaferðir á þrem stöðum á austurlandi.
Dagur hinna viltu blóma eða blómadagurinn eins og hann er oft kallaður var sunnudaginn 19.júní síðastliðinn. Farið var í skipulagða skoðanaferð í Fólkvanginn í Hólmanesi.
Dagur hinna viltu blóma eða blómadagurinn eins og hann er oft kallaður var sunnudaginn 15.júní síðastliðinn. Farið var í skipulagða skoðanaferðir á þrem stöðum á austurlandi.
Á Egilsstöðum var það Skarphéðinn G. Þórisson sem leiddi hópinn 6 áhugasamir plöntuskoðara gengu með Skarphéðni um nágrenni Pálstjarnar og upp á Ekkjufell. Skoðuð voru m.a. mýberjalyng og villijarðarber.
Sunnudaginn 14.júní 2009 verður gönguferð með blómaskoðun.
Neskaupstaður: Mæting á bílaplaninu við fólkvanginn (hjá vitanum) klukkan 10:00
Leiðsögn: Erlín Emma Jóhannsdóttir og Gerður Guðmundsdóttir
Í fólkvanginum er mikil og fjölbreytni tegunda og gróðurlendi víða gróskumikil. Einkennisjurtir Austfjarða, sjöstjarna,gullsteinbrjótur, maríuvöttur og bláklukka vaxa þar allar. Í ferðinni verður einnig litið eftir sjaldséðum tegundum eins og þúsundblaðarós, hagastör, skógfjólu og lyngbúa.
Egilsstaðir: Mæting á gatnamótum Seyðisfjarðarvegar og Fagradalsbrautar kl. 9:30.
Gengið verður um Egilsstaðaskóg innan vegar og blæöspin skoðuð. Síðan gengið að Löngutjörn, inn fyrir hana, út Hamra og endað við útsýnisskífu undir hádegi. Leiðsögn: Skarphéðinn Þórisson.
Fáskrúðsfjörður: Mæting við Hólagerði kl. 19:00. Leiðsögn: Líneik Anna Sævarsdóttir.
Skipulagt af flóruvinum í samvinnu við ýmsa aðila.
Allir velkomnir.
Gengið frá bílastæði við Miðhúsaá stutt ofan við Áningastein eftir göngustíg að Fardagafossi. Gufufoss neðar í ánni einnig skoðaður en ekki sást neitt í gullketill Fardagafossskessunnar sem er þar í hylnum. Neðar í gilinu var hrafnslaupur með tveimur ungum en foreldrarnir sátu í birkitré innan ár og mótmæltu veru okkar undir fögrum söng músarrindla.
Gróður var stutt á veg kominn. Sauðamergur í blóma en fátt annað. Ekki var annað séð en að þau þrjú sem mættu nyti ferðarinnar. Lagt af stað kl. 13:00 og komið til baka um kl. 15:30.
Sunnudaginn 19.júní kl 10:00
Reyðarfjörður, Hólmanes.
Mæting við upplýsingaskiltið á bílastæðinu á Hólmahálsi kl. 10:00. Gengið um friðlandið sem hefur að geyma ýmsar einkennisjurtir Austfjarða auk allmargra sjaldséðra tegunda.
Neskaupstaður
Mæting fyrir ofan strandblaksvöllinn kl 10:00. Gengið um skógræktina auk þess sem rýnt verður í nýjan gróður í nágrenni snjóflóðavarnargarðsins.
Leiðsögn: Starfsmenn Náttúrustofu Austurlands.
Frítt fyrir alla, góð samverustund fyrir alla fjölskylduna.
Nánari upplýsingar fyrir allt landið á vefnum
http://floraislands.is/Annad/blomdag.html
Sunnudaginn 14 júní 2015.
Gönguferð með blómaskoðun á Egilsstöðum og í Neskaupstað
Frítt fyrir alla, góð samverustund fyrir alla fjölskylduna.
Nánari upplýsingar fyrir allt landið á vefnum.
Sunnudaginn 15.júní 2014 Gönguferð með blómaskoðun.
Egilsstaðir. Mæting kl. 10:00 við suðurenda Urriðavatns. Gengið um nágrenni Pálstjarnar og upp á Ekkjufell. Leiðsögn Skarphéðinn G. Þórisson.
Neskaupstaður. Mæting kl. 10:00 við Hjallaskóg (skógræktina) ofan tjaldsvæðis. Leiðsögn: Gerður Guðmundsdóttir.
Fáskrúðsfjörður. Göngufélag Suðurfjarða stendur fyrir plöntu-skoðun í Fáskrúðsfirði. Mæting við Sævarenda kl. 10:00. Leiðsögn: Líneik Anna Sævarsdóttir.
Dagur hinna villtu blóma verður næstkomandi sunnudag 15.júní. Þann dag gefst fólki víðsvegar um land kost á að fara í uþb tveggja tíma gönguferð um nágrenni sitt án endurgjalds og fá um leið leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa.
Ekki þarf að tilkynna þáttöku, heldur mæta á auglýstum stað á réttum tíma.
Starfsmenn frá Náttúrustofu Austurlands verða til taks á Egilsstöðum í Neskaupstað og á Fáskrúðsfirði.
Mæting
í Neskaupstað á bílaplaninu úti í Fólkvangi hjá vitanum kl 10. Á Egilsstöðum er mæting á bílastæðinu við Selskóg kl 10 og í Hjaltastaðaþinghá, Fljótsdalshérað. Mæting á Unaósi kl 14.
Á Fáskrúðsfirði er mæting á tjaldstæðinu kl 19.
Nánari upplýsingar um Dag hinna viltu blóma má sjá hér
Dagur hinna villtu blóma var haldinn á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum sunnudaginn 17. júní. Þann dag gafst fólki víðs vegar um landið kostur á að fara í gönguferð um nágrenni sitt og fá leiðsögn um algengustu plöntur sem þar vaxa.
Dagur hinna villtu blóma er sunnudaginn 17.júní næstkomandi og verður boðið upp á gönguferð með blómaskoðun á tveim stöðum á austurlandi.
Annarsvegar í Neskaupstað Mæting kl 10:00 á bílastæðinu við fólkvanginn í Neskaupstað (Norðfjarðavita). Gengið þaðan upp í hlíðina fyrir ofan vitann.
Leiðsögn: Erlín Emma Jóhannsdóttir og Gerður Guðmundsdóttir.
Hinsvegar á Egilsstöðumr. Mæting kl. 09:30 við Miðhús. Gengið verður í Taglarétt og um Miðhúsaskóg.
Leiðsögn: Skarphéðinn G. Þórisson.
Sunnudaginn 16. júní var dagur hinna villtu blóma haldinn. Í Neskaupstað var farið í gönguferð með blómaskoðun í fólkvang Neskaupstaðar. Gengið var um Haga, Urðir og upp í Skálasnið þar sem m.a vaxa þúsundblaðarós og skógfjóla. Tólf gestir mættu í gönguna í Neskaupstað.
Á Fáskrúðsfirði voru fjórtán gestir. Gengið var utan við Eyri í Fáskrúðsfirði.
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndunum var blíðskaparveður á báðum stöðum.
Þann 17.júní síðastliðinn var Dagur hinna villtu blóma , farið var í göngu víðsvegar um landið hér má sjá myndir og fréttir frá deginum á Fljótsdalshéraði
Frétt
Plöntulisti
Í Neskaupstað mættu 8 gestir á blómadaginn. Gengið var frá planinu við Fólkvang Neskaupstaðar og þaðan upp í hlíðina. Fyrst var gengið um mólendi og þaðan eftir gili þar sem skriða féll fyrir nokkrum árum og lúpína (Lupinus nootkatensis) sækir á mólendið. Efst í gili þessu er einn af fáum vaxtarstöðum lyngbúa (Ajuga pyramidalis). Lyngbúi er mjög sjaldgæf jurt af varablómaætt sem aðeins finnst norðarlega á Austfjörðum. Ekki fannst hann þó í þessari ferð en áætlað er að starfsmenn Náttúrustofu Austurlands fari aftur síðar í sumar að leita hans.
Þann 24. október 2016, þriðja vetrardag veitti starfsmaður NA lítilli plöntu athygli sem var í blóma í um 200 m h.y.s. á Norður-Héraði. Ekki er algengt að sjá plöntur með blómum svo seint á árinu og sérstaklega ekki þegar kominn er vetur og í þessari hæð. En eindæma veðurblíða hefur verið víða um land þetta haustið og fátt sem minnir á að veturinn sé genginn í garð.
Eftir talsverðar vangaveltur var niðurstaðan sú að um vorperlu (Draba verna) væri að ræða sem hefur takmarkaða útbreiðslu á Íslandi. Þá var hún staðfest í nýjum reit. Á vef Flóru Íslands má lesa meira um vorperlu.