Blómadagurinn 2011
Dagur hinna viltu blóma eða blómadagurinn eins og hann er oft kallaður var sunnudaginn 19.júní síðastliðinn. Farið var í skipulagða skoðanaferð í Fólkvanginn í Hólmanesi.
Tuttugu manns mættu í gönguna í blíðskaparveðri undir leiðsögn Líneikar Önnu Sævarsdóttur.
Gangan var mjög skemmtileg og fundust býsna margar tegundir og voru m.a. Aronsvöndur, stórburkni og vorperla skoðuð. Hér fylgja með nokkrar myndir sem Álfheiður Hjaltadóttir tók.
Tags: gróður, plöntur, blómadagurinn, blóm