Jólakveðja
Starfsfólk Náttúrustofu Austurlands
sendir sínar bestu jóla og nýárskveðjur,
með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.
Starfsfólk Náttúrustofu Austurlands
sendir sínar bestu jóla og nýárskveðjur,
með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.
Ekkert hefur frést af rostungnum Sölva um nokkra hríð. Haft var samband við Bjarna Mikkelsen hjá Náttúrugripasavninu færeyska til að fá nýjustu fréttir. Hann sendi meðfylgjandi kort. Þar sem sést að, 13. desember 2013 er Sölvi að spóka sig við Barðsnesið (105804).
Það voru hressir og kátir nemendur í 4.SRA og 4. ÚMÁ sem ásamt kennurum sínum þeim Stellu Rut, Úrsúlu Möndu og Brynju Garðarsdóttur kennara og námsráðgjafa heimsóttu Náttúrustofu Austurlands í liðinni viku. Er þessi heimsókn hluti af árlegri heimsókn 4.bekkjar á Náttúrustofuna. Í þessari heimsókn fá krakkarnir stutta kynningu á því sem starfsfólk Náttúrustofu Austurlands er að gera í vinnunni, en einnig skoða ýmislegt ss hreindýrakjálka, fiðrildi, kortavinnslu og fleira. Í þessari heimsókn fóru krakkarnir líka á rannsóknarstofuna hjá Matís. Meðfylgjandi myndir voru teknar í heimsóknum bekkjanna.
Þann 4. desember 2013 úthlutaði stjórn Vina Vatnajökulsþjóðgarðs styrk til 22 verkefna. Hæsta styrkinn hlaut Minjasafn Austurlands (Unnur Birna Karlsdóttir) eða sex milljónir til verkefnisins; Hreindýr og menn: Sýning um sambúð manna og hreindýra á Austurlandi.
Önnur verkefni sem styrkt voru og tengjast Austurlandi voru;
Handbók um jarðfræði Austurlands
(Breiðdalssetur - Christa Maria Feucht)
Fræðsluefni um jarðfræði, líffræði og náttúruverndargildi háhitasvæðisins í Kverkfjöllum
(Vatnajökulsþjóðgarður - Rannveig Magnúsdóttir)
Fossar á Austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs (Austurbrú - Guðrún Á. Jónsdóttir)
Náttúrustofa Austurlands óskar ofangreindum styrkþegum kærlega til hamingju með styrkina og mun ekki skorast undan að leggja þeim lið eins og kostur er. Við viljum einnig óska nágrönnum okkar á Höfn til hamingju með þeirra verkefni;
Aldursgreining gróðurleifa við Breiðamerkurjökul
(Náttúrustofa Suðausturlands - Snævarr Guðmundsson)
Náttúrustígur
(Náttúrustofa Suðausturlands - Kristín Hermannsdóttir)
Bendi á að hér til hægri hefur Hreindýr á vegum hættuleg svæði verið uppfært.
Þann 10. ágúst sá starfsmaður Náttúrustofu nokkrar sanderlur á Héraðssandi og var ein merkt. Sanderlur eru umferðarfuglar á Íslandi, millilenda hér, aðallega þó á Vesturlandi á leið sinni til og frá varp- og vetrarstöðvum. Mynd af merkta fuglinum var send á Náttúrufræðistofnun sem kom upplýsingunum áleiðis. Í dag bárust upplýsingar um fuglinn. Hann var merktur í Portúgal þann 6. nóvember 2012, sást í sama landi 13. febrúar í vor og svo á Héraðssandi 10. ágúst.
Þeir sem rekast á merkta fugla er hvattir til að koma upplýsingum um þá til Náttúrustofunnar sem kemur þeim áfram og síðan fá menn upplýsingar um merkingarstað og merkjanda.