Samningur um rekstur Náttúrustofu á Suðausturlandi var undirritaður í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu á föstudag. Náttúrustofan sem staðsett verður á Höfn í Hornafirði er áttunda náttúrustofan sem stofnuð er af sveitarfélögum með stuðningi ríkissjóð.
Árlegar vetrarfuglatalningar Náttúrufræðistofnunar Íslands hófust 1952 og má finna upplýsingar um þær á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar; http://www.ni.is/dyralif/fuglar/vetrarfuglar/ Niðurstöður talninganna verða birtar þegar þær hafa allar borist á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar. Hér verður tekið smá forskot á sæluna og sagt frá þremur talningum. Skarphéðinn G. Þórisson og Vigfús Hjörtur Jónsson töldu á Egilsstöðum og Fellabæ. Vegna hláku höfðu fuglar líklega dreifst svo óvenju fáir snjó- og auðnutittlingar sáust en af spörfuglum sáust til viðbótar tveir músarindlar, tveir hrafnar og níu silkitoppur og fylgja hér með myndir af þeim. Stokkendur hafa hér vetrarsetu og sáust 36 fuglar. Flestar voru á Eyvindaránni en með þeim var einn rauðhöfðabliki.