Kristín Hermannsdóttir veðurfræðingur hefur verið ráðin í starf forstöðumanns Náttúrustofu Suðausturlands sem hefur aðsetur í Nýheimum á Höfn í Hornafirði. Snævarr Guðmundsson landfræðingur hefur einnig verið ráðinn til stofunnar í starf sérfræðings. Náttúrustofa Suðausturlands er áttunda náttúrustofan og er partur af Samtökum náttúrustofa (SNS). Þau Kristín og Snævarr hefja störf á komandi sumri.
Hættulegasti staðurinn nú í lok febrúar er vegurinn á milliReyðarfjarðar og Eskifjarðar, hreindýrin ganga bæði fyrir ofan og neðan veg sem skapar hættu er þau fara yfir veginn. Búið er að keyra á a.m.k. 10 hreindýr frá og með desember á þessum slóðum. Eins og fyrr er hættan mest í rökkrinu kvölds og morgna. Eina leiðin til að forðast árekstra er að vera meðvitaður um dýrin á þessum slóðum og stilla hraðanum í hóf. Aðrir hættulegir staðir eru suðausturland, einkum í nágrenni Flateyjar á Mýrum og í Lóninu. Óvenju mörg dýr hafa verið á milli Hvalnes og Þvottár og mikil hætta á að þau hlaupi þar yfir veginn í tíma og ótíma.
Hreindýr hafa verið hættulega nærri vegum á suðausturlandi undanfarna mánuði. Greinilegt er að nú er hættan meiri á milli Hvalnes og Þvottár en oft áður því þar eru líklega a.m.k. 300 hreindýr í dreifðum smáhópum. Á þessum slóðum er stutt á milli fjalls og fjöru og því víða meiri hætta á að þau hlaupi yfir þjóðveginn en ella. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir af þessum dýrum teknar mánudaginn 28. janúar. Ekki bætir úr skák þegar dumbungur og slydda gengur yfir því þá hverfa þau inn í umhverfið.
Umhverfisráðherra hefur ákveðið hreindýraveiðikvóta fyrir árið 2013. Tillaga Náttúrustofu Austurlands að veiðikvóta var samþykkt óbreytt. Heimilt verður að veiða 1229 dýr sem skiptast með eftirfarandi hætti á milli veiðisvæða og kynja: