fb40x40 unionjack

logona314

logona314

Heiðagæsamerkingar á Vesturöræfum

Frá hægri: Arnór Þ. Sigfússon (Verkís), Carl Mitchell (WWT), Jón Á. Jónsson (NA), Steinunn landvörður, Rán Þórarinsdóttir (NA) og Halldór W. Stefánsson (NA).Dagana 17. og 18. júlí 2013 vann Náttúrustofa Austurlands að merkingum á heiðagæsum á Vesturöræfum í samstarfi við verkfræðistofuna Verkís, Wildfowl and Wetland Trust (WWT) í Bretlandi, Landsvirkjun sem styrkti merkinguna auk þess að leggja merkingunum til mannskap. Toyota og Vatnajökulsþjóðgarður útveguðu búnað og rannsóknarleyfi til merkinganna.

 

 

Lesa meira

Náttúrufræðinámskeið

NáttúrufræðinámskeiðDagana 24-28. júní var haldið Náttúrufræðinámskeið á Eskifirði fyrir krakka á aldrinum 6-10 ára. Mjóeyri sá um utanumhald en Náttúrustofa Austurlands lagði til starfsmann og búnað. Grunnskóli Eskifjarðar veitti aðstöðu. Að þessu sinni tóku 11 krakkar þátt í námskeiðinu þar sem farið var yfir dýra og plöntulíf staðarins auk þess sem farið var í Helgustaðarnámu og kíkt á silfurbergið. Þetta var skemmtilegur hópur ungra og efnilegra vísindamanna og var margt brallað og ýmislegt athugað í þaula.

 

 

Lesa meira

Heimsókn í Skálanes

Óli að fræða hluta hópsins um Skálanes.Fimmtudaginn 27. júní síðastliðinn fór starfsfólk Náttúrustofu Austurlands í fræðslu og skemmtiferð til Seyðisfjarðar þar sem Ólafur Örn Pétursson hafði boðið til heimsóknar og kvöldverðar að Skálanesi.

Farið var í gönguferð í Skálanesbjarg þar sem fuglalíf er fjölskrúðugt og fræddi Óli hópinn um líf og starf í Skálanesi.

 

 

 

Lesa meira

Dagur hinna villtu blóma 2013

Blómadagurinn í Neskaupstað 2013Sunnudaginn 16. júní var dagur hinna villtu blóma haldinn. Í Neskaupstað var farið í gönguferð með blómaskoðun í fólkvang Neskaupstaðar. Gengið var um Haga, Urðir og upp í Skálasnið þar sem m.a vaxa þúsundblaðarós og skógfjóla. Tólf gestir mættu í gönguna í Neskaupstað.
Á Fáskrúðsfirði voru fjórtán gestir. Gengið var utan við Eyri í Fáskrúðsfirði.
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndunum var blíðskaparveður á báðum stöðum.

 

 

 

 

 

Lesa meira

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Mýrargötu 10
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir