Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Heiðagæsamerkingar á Vesturöræfum

hp 1007 4000 1Dagana 17. og 18. júlí 2013 vann Náttúrustofa Austurlands að merkingum á heiðagæsum á Vesturöræfum í samstarfi við verkfræðistofuna Verkís, Wildfowl and Wetland Trust (WWT) í Bretlandi, Landsvirkjun sem styrkti merkinguna auk þess að leggja merkingunum til mannskap. Toyota og Vatnajökulsþjóðgarður útveguðu búnað og rannsóknarleyfi til merkinganna.

 

 

Lesa meira

Náttúrufræðinámskeið

NáttúrufræðinámskeiðDagana 24-28. júní var haldið Náttúrufræðinámskeið á Eskifirði fyrir krakka á aldrinum 6-10 ára. Mjóeyri sá um utanumhald en Náttúrustofa Austurlands lagði til starfsmann og búnað. Grunnskóli Eskifjarðar veitti aðstöðu. Að þessu sinni tóku 11 krakkar þátt í námskeiðinu þar sem farið var yfir dýra og plöntulíf staðarins auk þess sem farið var í Helgustaðarnámu og kíkt á silfurbergið. Þetta var skemmtilegur hópur ungra og efnilegra vísindamanna og var margt brallað og ýmislegt athugað í þaula.

 

 

Lesa meira

Heimsókn í Skálanes

Óli að fræða hluta hópsins um Skálanes.Fimmtudaginn 27. júní síðastliðinn fór starfsfólk Náttúrustofu Austurlands í fræðslu og skemmtiferð til Seyðisfjarðar þar sem Ólafur Örn Pétursson hafði boðið til heimsóknar og kvöldverðar að Skálanesi.

Farið var í gönguferð í Skálanesbjarg þar sem fuglalíf er fjölskrúðugt og fræddi Óli hópinn um líf og starf í Skálanesi.

 

 

 

Lesa meira

Dagur hinna villtu blóma 2013

Blómadagurinn í Neskaupstað 2013Sunnudaginn 16. júní var dagur hinna villtu blóma haldinn. Í Neskaupstað var farið í gönguferð með blómaskoðun í fólkvang Neskaupstaðar. Gengið var um Haga, Urðir og upp í Skálasnið þar sem m.a vaxa þúsundblaðarós og skógfjóla. Tólf gestir mættu í gönguna í Neskaupstað.
Á Fáskrúðsfirði voru fjórtán gestir. Gengið var utan við Eyri í Fáskrúðsfirði.
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndunum var blíðskaparveður á báðum stöðum.

 

 

 

 

 

Lesa meira

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir