Vinningshafi í Fiðrildaleik Tæknidagsins.
Sú sem hlaut bókina Íslenskur fuglavísir að gjöf í fiðrildagetraun Náttúrustofu Austurlands á Tæknidaginn var Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir í Neskaupstað.
Þórfríður giskaði á að í krukkunni væru 1313 fiðrildi en þau voru 1359 talsins. 101 þátttakandi tók þátt í leiknum og var giskað á að fjöldi fiðrilda í krukkunni væri allt frá 100 og upp í 100.000. Tæknidagurinn tókst almennt vel og voru margir sem heimsóktu svæði Náttúrustofu Austurlands. Þar var hægt að skoða smádýr og fleira í víðsjá og smásjá, kynnast fiðrildavöktun og hreindýrum.