Hreindýr á vegum hættuleg svæði uppfært
Hættulegasti staðurinn nú í lok febrúar er vegurinn á milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar, hreindýrin ganga bæði fyrir ofan og neðan veg sem skapar hættu er þau fara yfir veginn. Búið er að keyra á a.m.k. 10 hreindýr frá og með desember á þessum slóðum. Eins og fyrr er hættan mest í rökkrinu kvölds og morgna. Eina leiðin til að forðast árekstra er að vera meðvitaður um dýrin á þessum slóðum og stilla hraðanum í hóf.
Aðrir hættulegir staðir eru suðausturland, einkum í nágrenni Flateyjar á Mýrum og í Lóninu. Óvenju mörg dýr hafa verið á milli Hvalnes og Þvottár og mikil hætta á að þau hlaupi þar yfir veginn í tíma og ótíma.
Áréttað skal að mögulega geta menn keyrt fram á hreindýr á öllu svæðinu frá Breiðamerkurlóni og norður að Melrakkasléttu.
Bendum á hlekkinn hér til hægri þar má alltaf sjá þessar upplýsingar.