Náttúrufræðinámskeið
Dagana 24-28. júní var haldið Náttúrufræðinámskeið á Eskifirði fyrir krakka á aldrinum 6-10 ára. Mjóeyri sá um utanumhald en Náttúrustofa Austurlands lagði til starfsmann og búnað. Grunnskóli Eskifjarðar veitti aðstöðu. Að þessu sinni tóku 11 krakkar þátt í námskeiðinu þar sem farið var yfir dýra og plöntulíf staðarins auk þess sem farið var í Helgustaðarnámu og kíkt á silfurbergið. Þetta var skemmtilegur hópur ungra og efnilegra vísindamanna og var margt brallað og ýmislegt athugað í þaula.
Nokkrar myndir frá námskeiðinu