Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Silkitoppa (Bombycilla garrulus)

Þessi litfagrSilkitoppai spörfugl tilheyrir ættkvísl silkitoppa. Tegundin verpur í barrskógum Norður-Evrópu, Asíu og vesturhluta Norður-Ameríku. Mismikill fjöldi þessara  fugla leggst í far suður og suðvestur á bóginn á haustin og sjást þá m.a. stundum á Íslandi.
Á veturna éta þessir fuglar helst ávexti og ber og eru ekki óalgengir gestir í görðum Íslendinga frá október og fram í apríl.  Sumarið 2011 var í fyrsta sinn staðfest varp silkitoppu í Mývatnssveit en óvenjulegt er að sjá þennan fugl hérlendis að sumarlagi.

 

 


Hreiðurstæði er gjarnan í furutrjám nálægt góðum fæðuuppsprettum (t.d. gjöfulum berjarunnum). Þessi mynd var tekin á Egilsstöðum 17. apríl 2013 og er af silkitoppum sem verið hafa á Egilsstöðum í vetur. Spennandi verður að fylgjast með hvort þessir einstaklingar verði hér áfram í sumar og reyni jafnvel fyrir sér í varpi.  Ýmsir eru duglegir að tilkynna náttúrustofunni um flækinga eða sjaldgæfar tegundir og eru allar slíkar upplýsingar vel þegnar

  SilkitoppaSilkitoppa

 

Tags: flækingar, fuglar

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir