Stunning Instagram Logo Vector Free Download 43 For New Logo with Instagram Logo Vector Free Download 1 1024x1024 fb40x40 unionjack

2018 Ester LogoNA PDF vefstr

logona314

Flotmeisa í Neskaupstað

FlotmeisaJón Guðmundsson hafði samband við náttúrustofuna og sagði frá flotmeisu í garði sínum að Mýrargötu 1 og sendi með myndir máli sínu til stuðnings:

“Þessi skemmtilegi fugl er búinn að vera nokkra daga við heimili mitt og náði ég fyrst myndum af honum í gær. Var fyrst var við hann einn morgun um sex leitið að mér fannst eitthvað stórt vera á hreyfingu við gluggann minn sem var opinn svo ég fór að fylgjast með og sá þennan fugl. Hann labbaði upp steníklæðninguna innan á glugganum og hékk á hvolfi í kverkinni og þegar ég ætlaði að fara og ná í myndavél þá flaug hann. Síðan var hann að sniglast í trjám og moldarbörðum í kring um húsið.”

 

Gammaygla (Autographa gamma)

Gammaygla (Autographa gamma)Gammayglan er flökkufiðrildi sem á heimkynni í Evrópu og Asíu og flakkar á hverju ári norður á bóginn allt til Íslands og jafnvel norðar.
Á haustdögum fannst eitt slíkt við Kofalæk á Vesturöræfum við Hálslón (meðfylgjandi mynd) sem gæti verið eitt af þeim sem komu til landsins seinnihluta ágústmánaðar þegar vart var einnar slíkrar fiðrildagöngu til landsins samkvæmt upplýsingum Erlings Ólafssonar skordýrafræðings á Náttúrufræðistofnun Íslands.

 

Grátrönur koma upp ungum

Grátrönupar með ungaGrátrönur (Grus grus) hafa lengið verið flækingsfuglar á Íslandi og áttu fæstir von á að þær tækju upp á því að verpa hérlendis í bráð. Engu að síður hafa þær orpið á Austurlandi í nokkur ár og hefur Náttúrustofan áður flutt fréttir af því.
Síðastliðið vor mættu þær austur á land en lítið fór fyrir þeim þrátt fyrir stærðina og er lítið vitað hvað þær aðhöfðust um sumarið annað en það að um haustið birtust þær með afraksturinn, tvo fleyga unga tilbúnar til farflugs.
Þessir tignarlegu fuglar eru kærkomin viðbót við það sem fyrir er og mögulega getur myndast hér lítill varpstofn sem áhugavert verður að fylgjast með í framtíðinni. Og þá er bara að bíða og vona að þær skili sér til baka að ári.

Meðfylgjandi myndir tók Halldór Walter Stefánsson af grátrönupari með tvo unga 18. september 2018.

Grátrönupar með unga

 

Hellingur af hvítum hegrum

Kúhegri á DalvíkNú í haust hafa mjallhegri (Egretta alba), bjarthegri (Egretta garzetta) og kúhegri (Bubulcus ibis) sést á Íslandi. Mjallhegrinn sem er stærstur þessara þriggja sást á Hellnum á Snæfellsnesi (sá 5. fyrir landið) en hinir tveir m.a. hér eystra.
Kúhegra, þann 9. fyrir landið sá Sólveig Sigurðardóttir við Hánefsstaði í Seyðisfirði þann 18. október eftir að heimilisfólkið þar lét hana vita. Náttúrustofan heimsótti hegrann 29. október og fylgir myndband tekið í þeirri heimsókn með því að smella hér, oghérAnnar kúhegri sást um svipað leyti. Snæþór Vernharðsson frétti af honum 21. október. Hann kom í land á Dalvík með skipinu Björgúlfi. Snæþór  hafði milligöngu um þessar upplýsingar og fékk leyfi fyrir birtingu myndar sem hér fylgir með.
Í það minnsta 10 bjarthegrar hafa sést á Íslandi nú í haust  og þ.a. tveir á Hornafirði, einn á Stöðvarfirði og einn í Neskaupstað.

Silkitoppa (Bombycilla garrulus)

Þann 13. nóvember sáust 22 silkitoppur við Menntaskólann á Egilsstöðum og á sama tíma var álíka hópur í Fellabæ. Þær sáust fyrst á Egilsstöðum fyrir 2-3 vikum en hefur greinilega fjölgað mikið síðustu daga. Undanfarið hafa þær sést víða um land og hér eystra utan Héraðs á Seyðisfirði, Neskaupstað, Djúpavogi og á Höfn.Silkitoppa er spörfugl af silkitoppuætt (Bombycillidae), ívið minni en skógarþröstur. Þær verpa í barrskógum Skandinavíu, Rússlands og Kanada. Fuglarnir eru félagslyndir og oft gæfir. Þekkt fyrir að leggjast í flakk ef fæðuframboð er lítið. Sést nær árlega á Íslandi en mis mikið milli ára. Gott ráð til að hæna þær að sér er að bjóða þeim upp á epli. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

thumb_silkitoppa_6613xxx

Silkitoppa (Bombycilla garrulus)

Silkitoppa - ljósmynd fengin af vefnum www.fuglar.isTvær Silkitoppur sáust við bæinn Hof í Norðfjarðarsveit  sunnudaginn 28. október síðastliðinn. Silkitoppur verpa í barrskógum Skandinavíu, Rússlands og Kanada. Fuglarnir eru félagslyndir, oft gæfir og Þekktir fyrir að leggjast í flakk ef fæðuframboð er lítið. Þær sjást nær árlega á Íslandi en mis mikið milli ára. Gott ráð til að hæna silkitoppur að sér er að bjóða þeim upp á epli.

Silkitoppa (Bombycilla garrulus)

Þessi litfagrSilkitoppai spörfugl tilheyrir ættkvísl silkitoppa. Tegundin verpur í barrskógum Norður-Evrópu, Asíu og vesturhluta Norður-Ameríku. Mismikill fjöldi þessara  fugla leggst í far suður og suðvestur á bóginn á haustin og sjást þá m.a. stundum á Íslandi.
Á veturna éta þessir fuglar helst ávexti og ber og eru ekki óalgengir gestir í görðum Íslendinga frá október og fram í apríl.  Sumarið 2011 var í fyrsta sinn staðfest varp silkitoppu í Mývatnssveit en óvenjulegt er að sjá þennan fugl hérlendis að sumarlagi.

 

 

Trítilblaka

20221027 110310

Leðurblaka barst til Náttúrustofu Austurlands í vikunni, fannst hún um borð í skipi á veiðum í Rósagarðinum nokkuð djúpt SA af Íslandi fyrir um það bil viku síðan. Skipverjar náðu að fanga hana lifandi en var hún í andaslitrunum þegar komið var að landi. Um er að ræða leðurblöku af tegundinni trítilblaka (Pipistrellus nathusii). Sú tegund hefur fundist hér á landi nokkru sinnum, en aðalheimkynni hennar eru austanverð Evrópa. Er þetta í fjórða skipti frá árinu 2014 sem Náttúrustofa Austurlands fær tilkynningu um leðurblöku.

Á Náttúrugripasafninu í Neskaupstað má sjá uppstoppaða trítilblöku einmitt þá sem barst til okkar árið 2014.

20221027 110405

Náttúrustofa Austurlands

  • Kt: 461094-2529
  • Sími: 477-1774
  • Netfang: na(hjá)na.is

Starfsstöð í Neskaupstað

Bakkavegi 5
740 Neskaupstaður

Starfsstöð á Egilsstöðum

Tjarnarbraut 39b
700 Egilsstaðir