Silkitoppa (Bombycilla garrulus)
Tvær Silkitoppur sáust við bæinn Hof í Norðfjarðarsveit sunnudaginn 28. október síðastliðinn. Silkitoppur verpa í barrskógum Skandinavíu, Rússlands og Kanada. Fuglarnir eru félagslyndir, oft gæfir og Þekktir fyrir að leggjast í flakk ef fæðuframboð er lítið. Þær sjást nær árlega á Íslandi en mis mikið milli ára. Gott ráð til að hæna silkitoppur að sér er að bjóða þeim upp á epli.
.