Hreinkálfar fyrir Húsdýragarðinn í Reykjavík
Mánudaginn 25. febrúar aðstoðaði Náttúrustofa Austurlands Húsdýragarðinn í Reykjavík við að ná hreindýrskálfum með hjálp netbyssu. Netbyssuna hafði stofan keypt með styrk úr veiðikortasjóði til að fanga hreindýr og var þetta frumraunin. Í stuttu máli má segja að það hafi gengið vel en um það má lesa í lengra máli í frétt á heimasíðu garðsins; http://www.mu.is/ . einnig fylgja hér með myndir til að skýra betur hvernig þetta fór fram.